Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar 26. maí 2025 09:00 Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar