Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar 27. maí 2025 10:01 Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Eldri borgarar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun