Skoðun

Guð­mundur Hrafn Arn­gríms­son er maður sem hefur aldrei rúllað sexum

Kristján Blöndal skrifar

Oft er ég spurður hvað þurfi til að vera góður Warhammerspilari?

Ráðleggingar mínar eru að fólk hafi gott hugfar, sýnia hæfni í mannlegum samskiptum og það hjálpar að vera heppinn.

Warhammer snýst um að hittast, spila & spjalla, og hafa gaman saman.

Það sýnir sig greinilega að það hefur vantað í Sósíalistaflokkinn og félagsmenn þess.

Nú þegar Warhammer spilarar landsins spila 10. útgáfu leiksins, sem kom fyrst út 1987, og fleiri mæta á spilamót í hverjum á mánuði en á fundi Sósíalistaflokksins þá finnst mér illa vegið að nördum landsins.

Enn og aftur er vinstri vængur íslenskra stjórnmála að springa eins og fyrrum Júgóslavía og bitrir kverúlantar leitast við að komast á forsíðu blaðanna og keppast um leiðindi við landsmenn.

Nú óska ég sósíalistum alls hins góða en vil gjarnan óska þess að þetta fólk blandi ekki okkur nördum í þessar misskemmtilegu deilur í flokknum sínum.

Hins vegar ef þetta fólk vill kannski einu sinni komast í gegnum meira en eina útgáfu af flokki og e.t.v. læra betri samskipti í leiðinni, þá hvet ég alla að koma á næsta Warhammer 40k mót í Nexus sunnudaginn 22. júní.

Höfundur er Warhammer Boss.




Skoðun

Sjá meira


×