Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 27. maí 2025 13:01 Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Hestar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun