Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 10:37 Roda Verheyen, lögmaður perúska bóndans, ræddi við fréttamenn áður en dómstóllinn í Hamm kvað upp dóm sinn í morgun. AP/Bernd Thissen/dpa Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða. Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða.
Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11