Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 10:37 Roda Verheyen, lögmaður perúska bóndans, ræddi við fréttamenn áður en dómstóllinn í Hamm kvað upp dóm sinn í morgun. AP/Bernd Thissen/dpa Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða. Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða.
Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11