Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:55 Þingmaður Miðflokksins segir frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um strandveiðar til bráðabirgða vera með ólíkindum. Nái málið óbreytt fram að ganga verði ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar kippt úr sambandi með hætti sem ekki hafi áður sést. Þessu segist ráðherra ósammála og ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða, annað frumvarp um strandveiðar sé væntanlegt í haust. Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent