Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2025 20:14 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í opinberri heimsókn síðarnefnda í Hvíta húsið fyrr á árinu. EPA Fulltrúar Ísrael hafa samþykkt nýjustu tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé milli Ísrael og Hamas. Tveir mánuðir er liðnir síðan síðasta vopnahléi lauk með loftárásum Ísraela. Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, staðfesti að Ísrael hefði samþykkt nýjustu tillöguna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki í Miðausturlöndunum, sendu tillöguna til fulltrúa Hamas eftir samþykki Ísraela. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar sögðust fulltrúar Hamas ætla kynna sér tillöguna vel áður en þeir svari. Basseim Naim, háttsettur embættismaður Hamas, sagði hins vegar að tillagan „svaraði ekki neinum kröfum fólksins okkar, þar á meðal fyrst og fremst að stöðva stríðið og hungursneyðina.“ Tillagan felst í sextíu daga vopnahléi, tryggingu fyrir raunverulegum samningaviðræðum fyrir langtímavopnahlé og að Ísraelar hefji ekki átök á ný eftir að gíslum verði sleppt. Síðasta vopnahlé milli Ísrael og Hamas lauk 18. mars þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Gasaströndina. Hermenn Ísraelshers eiga einnig að snúa aftur á þá staði sem þeir voru þegar vopnahléinu lauk í mars. Hamas ættu að sleppa tíu gíslum sem eru á lífi og lík látinna gísla. Í staðinn myndu Ísraelar sleppa um ellefu hundruð föngum. Að auki verði mannúðaraðstoð aftur hleypt inn á Gasaströndina en Ísraelar hafa hindrað aðgang þeirra. Hungursneyð ríkir á Gasaströndinni. Átök milli Hamas og Ísrael hófust 7. október 223 þegar Hamas-liðar gerðu árás á tónlistarhátíð í Ísrael og tóku þar um 250 gísla. Tólf hundruð manns voru drepnir. Sem andsvar við árásinni hafa Ísraelar drepið yfir 54 þúsund Palestínubúa, flest konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, staðfesti að Ísrael hefði samþykkt nýjustu tillöguna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki í Miðausturlöndunum, sendu tillöguna til fulltrúa Hamas eftir samþykki Ísraela. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar sögðust fulltrúar Hamas ætla kynna sér tillöguna vel áður en þeir svari. Basseim Naim, háttsettur embættismaður Hamas, sagði hins vegar að tillagan „svaraði ekki neinum kröfum fólksins okkar, þar á meðal fyrst og fremst að stöðva stríðið og hungursneyðina.“ Tillagan felst í sextíu daga vopnahléi, tryggingu fyrir raunverulegum samningaviðræðum fyrir langtímavopnahlé og að Ísraelar hefji ekki átök á ný eftir að gíslum verði sleppt. Síðasta vopnahlé milli Ísrael og Hamas lauk 18. mars þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Gasaströndina. Hermenn Ísraelshers eiga einnig að snúa aftur á þá staði sem þeir voru þegar vopnahléinu lauk í mars. Hamas ættu að sleppa tíu gíslum sem eru á lífi og lík látinna gísla. Í staðinn myndu Ísraelar sleppa um ellefu hundruð föngum. Að auki verði mannúðaraðstoð aftur hleypt inn á Gasaströndina en Ísraelar hafa hindrað aðgang þeirra. Hungursneyð ríkir á Gasaströndinni. Átök milli Hamas og Ísrael hófust 7. október 223 þegar Hamas-liðar gerðu árás á tónlistarhátíð í Ísrael og tóku þar um 250 gísla. Tólf hundruð manns voru drepnir. Sem andsvar við árásinni hafa Ísraelar drepið yfir 54 þúsund Palestínubúa, flest konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira