Eins skýrt og það verður Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2025 13:02 Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar