Matthías þarf vart að kynna. Með sterka rödd og sjarmerandi sviðsframkomu hefur hann stimplað sig inn í íslenska tónlistarsenuna síðastliðna áratugi, bæði með hljómsveitunum Pöpum og Reggae on Ice, auk þess sem hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikasýningum.
„Skrýtið að fara í skóla eftir 30 ára hlé, en ég held að það sé alltaf gott að stíga útfyrir þægindarammann og setja sér ný markmið, prófa nýja hluti og láta reyna á seigluna,“ skrifaði Matthías við færsluna.
Á námsleiðinni eignaðist hann nýja vini og kynntist skemmtilegu fólki, bæði samnemendum og kennurum. Sérstakar þakkir fær Brynja, eiginkona hans, sem hann segir hafa ýtt sér áfram og haft mikil áhrif á að hann náði að klára námið.
„Nú getið þið réttilega kallað mig meistara,“ skrifar hann.