Gríðarlegir hagsmunir í húfi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. maí 2025 16:37 Orðspor íslensks sjávarútvegs er meðal mikilvægustu verðmæta greinarinnar. Á alþjóðlegum mörkuðum njóta íslenskar fiskafurðir mikils álits, ekki aðeins vegna gæða heldur einnig vegna þess að þær eru afurðir sjálfbærra og ábyrgra veiða. Þetta traust hefur byggst upp áratugum saman með sameiginlegu átaki útgerða, stjórnvalda og vísindastofnana sem hafa lagt áherslu á að tryggja vandaða og gagnsæja nýtingu auðlinda hafsins. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum er mjög gagnrýniverð, ekki síst vegna vinnubragðanna. Að leggja fram lagabreytingar með engu samráði, undir lok þings, án þess að kalla til vísindasamfélagið eða hagsmunaaðila er óboðlegt. Vinnubrögð sem þessi rjúfa traust og vekja óneitanlega upp um spurningar óstöðugleika og ábyrgðarleysi í íslenskri fiskveiðistjórnun, ekki bara hér innanlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Ef farið er að sveigja þá stefnu sem hefur verið rækilega mótuð um áratugaskeið, stefnu sem byggð er á vísindalegum grunni mun orðspor íslensks sjávarútvegs skaðast verulega. Útflutningsverðmæti upp á tugi eða hundruð milljarða króna eru í húfi. Kaupendur á erlendum mörkuðum greiða hærra verð fyrir fisk sem kemur frá sjálfbærum og stöðugum veiðisvæðum. Ef sú mynd brestur, getur verðfallið orðið hratt og áhrifin gríðarleg, ekki aðeins á útflutningstekjur heldur einnig á störf sjómanna, fiskverkafólks og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að meðhöndla svona mikilvægt mál með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir. Fiskveiðistjórnunarkerfið er einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs og grundvallarbreytingar á því eins og hér er lagt til þarfnast raunverulegs samráðs og vandaðrar vinnu. Tilraunakenndar breytingar í pólitísku skjóli síðustu daga þings er ekki rétt leið. Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð í þessu máli og við megum ekki undir neinum kringumstæðum hætta orðspori þjóðarinnar, því það getur tekið langan tíma að byggja það upp á ný. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegur Strandveiðar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Orðspor íslensks sjávarútvegs er meðal mikilvægustu verðmæta greinarinnar. Á alþjóðlegum mörkuðum njóta íslenskar fiskafurðir mikils álits, ekki aðeins vegna gæða heldur einnig vegna þess að þær eru afurðir sjálfbærra og ábyrgra veiða. Þetta traust hefur byggst upp áratugum saman með sameiginlegu átaki útgerða, stjórnvalda og vísindastofnana sem hafa lagt áherslu á að tryggja vandaða og gagnsæja nýtingu auðlinda hafsins. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum er mjög gagnrýniverð, ekki síst vegna vinnubragðanna. Að leggja fram lagabreytingar með engu samráði, undir lok þings, án þess að kalla til vísindasamfélagið eða hagsmunaaðila er óboðlegt. Vinnubrögð sem þessi rjúfa traust og vekja óneitanlega upp um spurningar óstöðugleika og ábyrgðarleysi í íslenskri fiskveiðistjórnun, ekki bara hér innanlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Ef farið er að sveigja þá stefnu sem hefur verið rækilega mótuð um áratugaskeið, stefnu sem byggð er á vísindalegum grunni mun orðspor íslensks sjávarútvegs skaðast verulega. Útflutningsverðmæti upp á tugi eða hundruð milljarða króna eru í húfi. Kaupendur á erlendum mörkuðum greiða hærra verð fyrir fisk sem kemur frá sjálfbærum og stöðugum veiðisvæðum. Ef sú mynd brestur, getur verðfallið orðið hratt og áhrifin gríðarleg, ekki aðeins á útflutningstekjur heldur einnig á störf sjómanna, fiskverkafólks og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að meðhöndla svona mikilvægt mál með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir. Fiskveiðistjórnunarkerfið er einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs og grundvallarbreytingar á því eins og hér er lagt til þarfnast raunverulegs samráðs og vandaðrar vinnu. Tilraunakenndar breytingar í pólitísku skjóli síðustu daga þings er ekki rétt leið. Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð í þessu máli og við megum ekki undir neinum kringumstæðum hætta orðspori þjóðarinnar, því það getur tekið langan tíma að byggja það upp á ný. Höfundur er formaður Framsóknar.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun