Gríðarlegir hagsmunir í húfi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. maí 2025 16:37 Orðspor íslensks sjávarútvegs er meðal mikilvægustu verðmæta greinarinnar. Á alþjóðlegum mörkuðum njóta íslenskar fiskafurðir mikils álits, ekki aðeins vegna gæða heldur einnig vegna þess að þær eru afurðir sjálfbærra og ábyrgra veiða. Þetta traust hefur byggst upp áratugum saman með sameiginlegu átaki útgerða, stjórnvalda og vísindastofnana sem hafa lagt áherslu á að tryggja vandaða og gagnsæja nýtingu auðlinda hafsins. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum er mjög gagnrýniverð, ekki síst vegna vinnubragðanna. Að leggja fram lagabreytingar með engu samráði, undir lok þings, án þess að kalla til vísindasamfélagið eða hagsmunaaðila er óboðlegt. Vinnubrögð sem þessi rjúfa traust og vekja óneitanlega upp um spurningar óstöðugleika og ábyrgðarleysi í íslenskri fiskveiðistjórnun, ekki bara hér innanlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Ef farið er að sveigja þá stefnu sem hefur verið rækilega mótuð um áratugaskeið, stefnu sem byggð er á vísindalegum grunni mun orðspor íslensks sjávarútvegs skaðast verulega. Útflutningsverðmæti upp á tugi eða hundruð milljarða króna eru í húfi. Kaupendur á erlendum mörkuðum greiða hærra verð fyrir fisk sem kemur frá sjálfbærum og stöðugum veiðisvæðum. Ef sú mynd brestur, getur verðfallið orðið hratt og áhrifin gríðarleg, ekki aðeins á útflutningstekjur heldur einnig á störf sjómanna, fiskverkafólks og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að meðhöndla svona mikilvægt mál með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir. Fiskveiðistjórnunarkerfið er einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs og grundvallarbreytingar á því eins og hér er lagt til þarfnast raunverulegs samráðs og vandaðrar vinnu. Tilraunakenndar breytingar í pólitísku skjóli síðustu daga þings er ekki rétt leið. Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð í þessu máli og við megum ekki undir neinum kringumstæðum hætta orðspori þjóðarinnar, því það getur tekið langan tíma að byggja það upp á ný. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegur Strandveiðar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Orðspor íslensks sjávarútvegs er meðal mikilvægustu verðmæta greinarinnar. Á alþjóðlegum mörkuðum njóta íslenskar fiskafurðir mikils álits, ekki aðeins vegna gæða heldur einnig vegna þess að þær eru afurðir sjálfbærra og ábyrgra veiða. Þetta traust hefur byggst upp áratugum saman með sameiginlegu átaki útgerða, stjórnvalda og vísindastofnana sem hafa lagt áherslu á að tryggja vandaða og gagnsæja nýtingu auðlinda hafsins. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum er mjög gagnrýniverð, ekki síst vegna vinnubragðanna. Að leggja fram lagabreytingar með engu samráði, undir lok þings, án þess að kalla til vísindasamfélagið eða hagsmunaaðila er óboðlegt. Vinnubrögð sem þessi rjúfa traust og vekja óneitanlega upp um spurningar óstöðugleika og ábyrgðarleysi í íslenskri fiskveiðistjórnun, ekki bara hér innanlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Ef farið er að sveigja þá stefnu sem hefur verið rækilega mótuð um áratugaskeið, stefnu sem byggð er á vísindalegum grunni mun orðspor íslensks sjávarútvegs skaðast verulega. Útflutningsverðmæti upp á tugi eða hundruð milljarða króna eru í húfi. Kaupendur á erlendum mörkuðum greiða hærra verð fyrir fisk sem kemur frá sjálfbærum og stöðugum veiðisvæðum. Ef sú mynd brestur, getur verðfallið orðið hratt og áhrifin gríðarleg, ekki aðeins á útflutningstekjur heldur einnig á störf sjómanna, fiskverkafólks og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að meðhöndla svona mikilvægt mál með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir. Fiskveiðistjórnunarkerfið er einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs og grundvallarbreytingar á því eins og hér er lagt til þarfnast raunverulegs samráðs og vandaðrar vinnu. Tilraunakenndar breytingar í pólitísku skjóli síðustu daga þings er ekki rétt leið. Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð í þessu máli og við megum ekki undir neinum kringumstæðum hætta orðspori þjóðarinnar, því það getur tekið langan tíma að byggja það upp á ný. Höfundur er formaður Framsóknar.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar