Uppbygging í Grafarvogi eflir hverfið og mætir húsnæðiskrísunni á skynsaman hátt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. júní 2025 07:02 Húsnæðisátak borgarinnar sem hófst í Grafarvogi snýst um að flýta húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir en það gekk á tímabili hægar að byggja vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í því samhengi flýtir átakið fjölgun íbúða því ekki þarf að byrja á innviðauppbyggingu frá grunni og svo mætir það vöntun á minni uppbyggingarlóðum í borginni þannig að minni verktakar fái verkefni og fleiri hendur vinnu við húsnæðisuppbyggingu. Með þessu nýtum við innviði líka vel því greining á skólum borgarinnar um hvar væri svigrúm til að fjölga nemendum leiddi í ljós að hægt væri að fjölga íbúðum í Grafarvogi og víðar án þess að byggja nýja skóla. Grafarvogsuppbygging aðeins brot af stórri mynd Í kjölfarið verður farið í samskonar verkefni víðar en ekki er verið að taka Grafarvog sérstaklega fyrir. Hið rétta er að uppbygging með þessum hætti í Grafarvogi út frá þessum forsendum er fyrsta skrefið. Til að setja þetta aðeins í samhengi eru þetta mun færri íbúðir en eru núna í uppbyggingu í miðborginni þar sem 538 íbúðir eru í uppbyggingu árið 2025. Sömuleiðis mun færri íbúðir en eru í uppbyggingu í Laugardal þar sem 525 íbúðir eru í uppbyggingu og sirka jafn margar og eru í uppbyggingu í Hlíðunum þar sem 331 íbúð er í uppbyggingu en samtals eru 2867 íbúðir í uppbyggingu í borginni í dag árið 2025. Fjölbreyttar íbúðategundir verða sömuleiðis í þessari uppbyggingu í Grafarvogi eða einbýli, parhús, raðhús og fjölbýlishús en það hefur verið mikil eftirspurn eftir meiri fjölbreytileika í uppbyggingu borgarinnar. Gengið langt í að mæta sjónarmiðum íbúa í Grafarvogi Eftir að fyrstu uppbyggingarhugmyndir um nýja íbúðabyggð í Grafarvogi voru kynntar fyrir íbúum haustið 2024 voru áform rýnd út frá athugasemdum þar sem gengið var mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa. Í kjölfarið hefur byggingarmagn verið minnkað, hæðir húsa lækkaðar, reitir felldir út og íbúðum fækkað um hartnær þriðjung, úr 476 í 340. Dregið hefur verið verulega úr mikið ræddri uppbyggingu við Sóleyjarrima en þar var dregið úr byggingamagni um 42%, lagt er upp með byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja hæða áður og bílastæðahúsið var tekið út. Lögð er áhersla á að halda áfram í ríkulegan hluta græna svæðisins fyrir íbúa að njóta sem á að styrkja til útivistar. Allt tal um ofurþéttingu og að ekki sé hlustað stenst ekki skoðun Þéttleiki uppbyggingar í Grafarvogi er sá sami og er í núverandi byggð og því stenst allt tal um ofurþéttingu ekki skoðun. Það er varla hægt að tala um þetta sem þéttingarverkefni, hvað þá ofurþéttingarverkefni. Allt tal um að ekki sé hlustað á íbúa stenst heldur ekki skoðun því við höfum sjaldan gengið jafn langt í að leita samtals við íbúa eða í að aðlaga tillögur að athugasemdum þeirra. Við höfum sannarlega hlustað vel á íbúa og breytt miklu og þó er samráðsferlinu hvergi lokið. Við erum ekki einu sinni farin af stað með lögformlegt samráð og sá ferill er allur eftir en þó hafa áformin þegar tekið gríðarmiklum breytingum nú þegar. Málefnaleg umræða frekar en upphlaup Reitirnir sem um ræðir í Grafarvogi eru ólíkir en verkefnin eiga það samnefnt að vera nokkuð fínleg og falla vel að byggðinni. Hönnuðir sem eru fjölbreyttir eins og þeir eru margir og verkefnastjórar hafa lagt sig fram um að vanda sig og ekki hægt að líkja þessum verkefnum við einstaka dæmi um verr heppnuð uppbyggingarverkefni í borginni sem hafa verið mikið rædd að undanförnu. Þétting byggðar og uppbygging innan gróinna hverfa hefur margt jákvætt í för með sér en það er sannarlega ekki sama hvernig að því er staðið. Það er hægt að byggja vel og illa hvort sem þú ert að þétta eða dreifa byggð svo gæðin snúast ekki um skipulagsstefnuna heldur vinnubrögðin. Á íbúafundi í Grafarvogi heyrði ég í samtölum mínum að flestum þótti eðlilegt að byggja meira innan Grafarvogs og þótti margar af þessum tillögum prýðilegar þó eitt og annað mætti athuga og fólu þau samtöl í sér allt önnur skilaboð en yfirlýsingagleði einstaka sjálfskipaðra fulltrúa Grafarvogs sem heyrst hefur á opinberum vettvangi um að allt sé þetta hrikalegt. Í þessu ljósi er erfitt að skilja skynsemina í því að setja verkefnin í Grafarvogi öll undir sama hatt og gefa í skyn að þau séu öll vond hugmynd eins og þessar sömu gagnrýnisraddir hafa gert. Slíkt er í fullri einlægni erfitt að taka alvarlega fyrir þau okkar sem erum sannarlega að hlusta en ber samt að fjölga íbúðum um alla borg meðal annars vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir. Þetta er því engum til framdráttar sem vonast eftir úrbótum á einstaka verkefnum. Ég kalla eftir málefnalegri umræðu um verkefnin hvert fyrir sig og hvet fólk til að taka þátt í samráðinu á eigin forsendum. Margt er mjög flott í þessum tillögum en að sjálfsögðu eru verkefnin ekki yfir gagnrýni hafin og þess vegna skiptir okkur miklu máli að heyra frá þeim sem best þekkja til. Til þess að mæta húsnæðiskrísunni verðum við öll að leggja hönd á plóg og það getur varla talist eðlileg krafa að Grafarvogur standi utan þeirrar ábyrgðar. Á sama tíma bætir það hverfin og eflir að byggja innan þeirra, glæðir almannarýmin enn meira lífi, færir fleirum aðgengi að nærþjónustu og verslun í nærumhverfi og einstaklingar og fjölskyldur sem vantar heimili sem hentar fá tækifæri til að búa innan dásamlegra og fjölskylduvænna hverfa. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Píratar Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisátak borgarinnar sem hófst í Grafarvogi snýst um að flýta húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir en það gekk á tímabili hægar að byggja vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í því samhengi flýtir átakið fjölgun íbúða því ekki þarf að byrja á innviðauppbyggingu frá grunni og svo mætir það vöntun á minni uppbyggingarlóðum í borginni þannig að minni verktakar fái verkefni og fleiri hendur vinnu við húsnæðisuppbyggingu. Með þessu nýtum við innviði líka vel því greining á skólum borgarinnar um hvar væri svigrúm til að fjölga nemendum leiddi í ljós að hægt væri að fjölga íbúðum í Grafarvogi og víðar án þess að byggja nýja skóla. Grafarvogsuppbygging aðeins brot af stórri mynd Í kjölfarið verður farið í samskonar verkefni víðar en ekki er verið að taka Grafarvog sérstaklega fyrir. Hið rétta er að uppbygging með þessum hætti í Grafarvogi út frá þessum forsendum er fyrsta skrefið. Til að setja þetta aðeins í samhengi eru þetta mun færri íbúðir en eru núna í uppbyggingu í miðborginni þar sem 538 íbúðir eru í uppbyggingu árið 2025. Sömuleiðis mun færri íbúðir en eru í uppbyggingu í Laugardal þar sem 525 íbúðir eru í uppbyggingu og sirka jafn margar og eru í uppbyggingu í Hlíðunum þar sem 331 íbúð er í uppbyggingu en samtals eru 2867 íbúðir í uppbyggingu í borginni í dag árið 2025. Fjölbreyttar íbúðategundir verða sömuleiðis í þessari uppbyggingu í Grafarvogi eða einbýli, parhús, raðhús og fjölbýlishús en það hefur verið mikil eftirspurn eftir meiri fjölbreytileika í uppbyggingu borgarinnar. Gengið langt í að mæta sjónarmiðum íbúa í Grafarvogi Eftir að fyrstu uppbyggingarhugmyndir um nýja íbúðabyggð í Grafarvogi voru kynntar fyrir íbúum haustið 2024 voru áform rýnd út frá athugasemdum þar sem gengið var mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa. Í kjölfarið hefur byggingarmagn verið minnkað, hæðir húsa lækkaðar, reitir felldir út og íbúðum fækkað um hartnær þriðjung, úr 476 í 340. Dregið hefur verið verulega úr mikið ræddri uppbyggingu við Sóleyjarrima en þar var dregið úr byggingamagni um 42%, lagt er upp með byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja hæða áður og bílastæðahúsið var tekið út. Lögð er áhersla á að halda áfram í ríkulegan hluta græna svæðisins fyrir íbúa að njóta sem á að styrkja til útivistar. Allt tal um ofurþéttingu og að ekki sé hlustað stenst ekki skoðun Þéttleiki uppbyggingar í Grafarvogi er sá sami og er í núverandi byggð og því stenst allt tal um ofurþéttingu ekki skoðun. Það er varla hægt að tala um þetta sem þéttingarverkefni, hvað þá ofurþéttingarverkefni. Allt tal um að ekki sé hlustað á íbúa stenst heldur ekki skoðun því við höfum sjaldan gengið jafn langt í að leita samtals við íbúa eða í að aðlaga tillögur að athugasemdum þeirra. Við höfum sannarlega hlustað vel á íbúa og breytt miklu og þó er samráðsferlinu hvergi lokið. Við erum ekki einu sinni farin af stað með lögformlegt samráð og sá ferill er allur eftir en þó hafa áformin þegar tekið gríðarmiklum breytingum nú þegar. Málefnaleg umræða frekar en upphlaup Reitirnir sem um ræðir í Grafarvogi eru ólíkir en verkefnin eiga það samnefnt að vera nokkuð fínleg og falla vel að byggðinni. Hönnuðir sem eru fjölbreyttir eins og þeir eru margir og verkefnastjórar hafa lagt sig fram um að vanda sig og ekki hægt að líkja þessum verkefnum við einstaka dæmi um verr heppnuð uppbyggingarverkefni í borginni sem hafa verið mikið rædd að undanförnu. Þétting byggðar og uppbygging innan gróinna hverfa hefur margt jákvætt í för með sér en það er sannarlega ekki sama hvernig að því er staðið. Það er hægt að byggja vel og illa hvort sem þú ert að þétta eða dreifa byggð svo gæðin snúast ekki um skipulagsstefnuna heldur vinnubrögðin. Á íbúafundi í Grafarvogi heyrði ég í samtölum mínum að flestum þótti eðlilegt að byggja meira innan Grafarvogs og þótti margar af þessum tillögum prýðilegar þó eitt og annað mætti athuga og fólu þau samtöl í sér allt önnur skilaboð en yfirlýsingagleði einstaka sjálfskipaðra fulltrúa Grafarvogs sem heyrst hefur á opinberum vettvangi um að allt sé þetta hrikalegt. Í þessu ljósi er erfitt að skilja skynsemina í því að setja verkefnin í Grafarvogi öll undir sama hatt og gefa í skyn að þau séu öll vond hugmynd eins og þessar sömu gagnrýnisraddir hafa gert. Slíkt er í fullri einlægni erfitt að taka alvarlega fyrir þau okkar sem erum sannarlega að hlusta en ber samt að fjölga íbúðum um alla borg meðal annars vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir. Þetta er því engum til framdráttar sem vonast eftir úrbótum á einstaka verkefnum. Ég kalla eftir málefnalegri umræðu um verkefnin hvert fyrir sig og hvet fólk til að taka þátt í samráðinu á eigin forsendum. Margt er mjög flott í þessum tillögum en að sjálfsögðu eru verkefnin ekki yfir gagnrýni hafin og þess vegna skiptir okkur miklu máli að heyra frá þeim sem best þekkja til. Til þess að mæta húsnæðiskrísunni verðum við öll að leggja hönd á plóg og það getur varla talist eðlileg krafa að Grafarvogur standi utan þeirrar ábyrgðar. Á sama tíma bætir það hverfin og eflir að byggja innan þeirra, glæðir almannarýmin enn meira lífi, færir fleirum aðgengi að nærþjónustu og verslun í nærumhverfi og einstaklingar og fjölskyldur sem vantar heimili sem hentar fá tækifæri til að búa innan dásamlegra og fjölskylduvænna hverfa. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar