Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 2. júní 2025 08:30 Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Íslenski fáninn Samfylkingin Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Íslenski fáninn var áberandi á mótmælum á Austurvelli á laugardaginn þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir. Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi. En það sem mig langar að segja er að þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða það að búa ykkur til sérstakan fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki þess sem þið boðið. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi. Íslenski fáninn minnir mig á alla formæður og forfeður þessa lands sem komu öll einhvers staðar frá og námu hér land. Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn. Íslenski fáninn minnir mig á sjálfstæðisbaráttu landsins sem var háð með samtölum. Hann minnir mig á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og allar konurnar sem börðust fyrir því að standa jafnfætis körlum og taka þátt í lýðræðinu. Fyrir mig þá er fáninn meðal annars táknmynd fyrir það að Ísland er fyrirmynd margra annarra landa sem eiga enn langt í land með jafnréttisvinnu. Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi. Að lokum vil ég nefna að Íslenski fáninn minnir mig á menninguna okkar, tónlistarfólkið, rithöfundana, leikhús, þætti, kvikmyndir og myndlist og auðvitað afreksfólk í íþróttum, þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk. Í 12. grein laga um þjóðfánann segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að óheimilt sé að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun