Vill sjá upplýsingaspjald um kjörna fulltrúa í ráðhúsinu Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2025 08:51 Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að tillagan hafi ekki í för með sér verulegan kostnað. Vísir/Vilhelm Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur lagt til að komið verði upp upplýsingaspjaldi í Ráðhúsi Reykjavíkur um þá fulltrúa sem kjörnir hafa verið í borgarstjórn. Markmiðið með slíku væri að auka sýnileika og vitund almennings um kjörna fulltrúa, sem og að efla tengsl borgarbúa við lýðræðislega stjórnsýslu borgarinnar. Þetta kemur fram í tillögu Magneu Gnár sem lögð var fyrir forsætisnefnd borgarstjórn í síðustu viku, en málinu var þar frestað. Borgarfulltrúinn segir upplýsingaspjaldið einnig geta nýst sem fræðsluefni í heimsóknum grunnskóla í Ráðhúsið, þar sem starfsemi borgarstjórnar sé kynnt fyrir börnum og unglingum. Leggur Magnea til að byrjað verði með kjörtímabilið 2022 til 2026 og að spjaldið verði komið upp haustið 2025. Í sérstakri greinargerð með tillögunni kemur fram að upplýsingaspjöld um kjörna fulltrúa megi sjá í ráðhúsum erlendis. Á Alþingi Íslendinga séu einnig til sýnis myndir og nöfn þingmanna sem setið hafa á þjóðþingi Íslendinga í gegnum tíðina. „Slík framsetning hefur bæði fræðslugildi og sögulegt mikilvægi, þar sem hún endurspeglar þróun samfélagsins og fjölbreytileika kjörinna fulltrúa yfir tíma. Við gerð upplýsingaspjaldsins í Ráðhúsi Reykjavíkur væri hægt að styðjast við þessi fyrirmyndardæmi og laga þau að aðstæðum borgarinnar. Þá væri hægt að halda áfram að setja upp slík spjöld til framtíðar. Ekki er gert ráð fyrir að tillagan hafi í för með sér verulegan kostnað, þar sem um er að ræða einfalt upplag af prentuðu plakati með myndum og nöfnum kjörinna fulltrúa, ásamt kaupum á ramma til að setja það upp á viðeigandi stað í Ráðhúsinu,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tillögu Magneu Gnár sem lögð var fyrir forsætisnefnd borgarstjórn í síðustu viku, en málinu var þar frestað. Borgarfulltrúinn segir upplýsingaspjaldið einnig geta nýst sem fræðsluefni í heimsóknum grunnskóla í Ráðhúsið, þar sem starfsemi borgarstjórnar sé kynnt fyrir börnum og unglingum. Leggur Magnea til að byrjað verði með kjörtímabilið 2022 til 2026 og að spjaldið verði komið upp haustið 2025. Í sérstakri greinargerð með tillögunni kemur fram að upplýsingaspjöld um kjörna fulltrúa megi sjá í ráðhúsum erlendis. Á Alþingi Íslendinga séu einnig til sýnis myndir og nöfn þingmanna sem setið hafa á þjóðþingi Íslendinga í gegnum tíðina. „Slík framsetning hefur bæði fræðslugildi og sögulegt mikilvægi, þar sem hún endurspeglar þróun samfélagsins og fjölbreytileika kjörinna fulltrúa yfir tíma. Við gerð upplýsingaspjaldsins í Ráðhúsi Reykjavíkur væri hægt að styðjast við þessi fyrirmyndardæmi og laga þau að aðstæðum borgarinnar. Þá væri hægt að halda áfram að setja upp slík spjöld til framtíðar. Ekki er gert ráð fyrir að tillagan hafi í för með sér verulegan kostnað, þar sem um er að ræða einfalt upplag af prentuðu plakati með myndum og nöfnum kjörinna fulltrúa, ásamt kaupum á ramma til að setja það upp á viðeigandi stað í Ráðhúsinu,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira