Gagnsæi og traust á raforkumarkaði Einar S Einarsson skrifar 2. júní 2025 14:01 Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun