Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 16:47 Fólkið skildi töskurnar með efnunum í eftir í töskusal Leifsstöðvar. Vísir/Sigurjón Karl og kona hafa hlotið 4,5 ára fangelsisdóma fyrir að flytja inn samtals 8,4 lítra af kókaínbasa með flugi frá Mílanó á Ítalíu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira