Ætlar vinstri meirihlutinn að skila auðu? Þórdís Lóa Þórhalldóttir skrifar 4. júní 2025 09:02 Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun