Tíu leikir í röð án sigurs: Stelpunum okkar ekki gengið svona illa síðan um aldamótin Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 13:33 Sveindís Jane og Karólína Lea voru hvorugar fæddar þegar Íslandi gekk síðast svona illa. vísir / anton brink Ísland tapaði gegn Frakklandi í gær og hefur nú farið tíu leiki í röð án sigurs, sem hefur ekki gerst síðan um aldamótin. Í síðustu tíu leikjum hefur Ísland tapað fimm og gert fimm jafntefli. Sigurlausa hrinan hófst í Bandaríkjunum í október 2024, landsliðið hefur ekki unnið leik í tæpt ár, síðan í júlí á síðasta ári. Ísland fór í gegnum heila Þjóðadeildarkeppni á þessu ári án sigurs, safnaði fjórum stigum með jafnteflum gegn Noregi og Sviss en tapaði leikjunum tveimur gegn Frakklandi. Síðustu ellefu leikir Íslands: 16.07.2024 / Pólland - Ísland 0-1 (Síðasti sigur) 24.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 27.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 29.11.2024 / Ísland - Kanada 0-0 02.12.2024 / Ísland - Danmörk 0-2 21.02.2025 / Sviss - Ísland 0-0 25.02.2025 / Frakkland - Ísland 3-2 04.04.2025 / Ísland - Noregur 1-1 08.04.2025 / Ísland - Sviss 3-3 30.05.2025 / Noregur - Ísland 1-1 03.06.2025 / Ísland - Frakkland 0-2 Íslandi hefur tvisvar áður farið tíu landsleiki eða meira í röð án sigurs. Frá 28. júní 1996 til 30. ágúst 1997 tapaði liðið níu leikjum og gerði eitt jafntefli. Lengsta sigurlausa hrinan varð svo frá 8. maí 1998 til 21. september árið 2000, þegar liðið fór fimmtán leiki án sigurs með fimm jafnteflum og tíu töpum. Frá aldamótum hefur Ísland aldrei spilað meira en sex leiki í röð án sigurs. Ísland átti slæmt ár árið 2004 og tapaði öllum leikjum, sex í röð, en sigur skilaði sér svo í næsta leik árið 2005. Sex leikja sigurlaus hrina tók svo aftur við árið 2017 þegar Ísland tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í vináttuleikjum fyrir EM, þar sem liðið tapaði öllum þremur leikjunum. Betur gekk í sigurlausu leikjunum sex árið 2018 en þá náði Ísland fjórum jafnteflum. Síðan 2018 hafði Ísland aldrei spilað meira en þrjá leiki í röð án sigurs, fyrr en tíu leikja sigurlausa hrinan hófst í október 2024. Ísland fær tækifæri til að rétta úr gengi sínu í æfingaleik gegn Serbíu, áður en liðið hefur leik á Evrópumótinu í Sviss í byrjun júlí. Þar verður Ísland í riðli með Frakklandi, Finnlandi og Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Í síðustu tíu leikjum hefur Ísland tapað fimm og gert fimm jafntefli. Sigurlausa hrinan hófst í Bandaríkjunum í október 2024, landsliðið hefur ekki unnið leik í tæpt ár, síðan í júlí á síðasta ári. Ísland fór í gegnum heila Þjóðadeildarkeppni á þessu ári án sigurs, safnaði fjórum stigum með jafnteflum gegn Noregi og Sviss en tapaði leikjunum tveimur gegn Frakklandi. Síðustu ellefu leikir Íslands: 16.07.2024 / Pólland - Ísland 0-1 (Síðasti sigur) 24.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 27.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 29.11.2024 / Ísland - Kanada 0-0 02.12.2024 / Ísland - Danmörk 0-2 21.02.2025 / Sviss - Ísland 0-0 25.02.2025 / Frakkland - Ísland 3-2 04.04.2025 / Ísland - Noregur 1-1 08.04.2025 / Ísland - Sviss 3-3 30.05.2025 / Noregur - Ísland 1-1 03.06.2025 / Ísland - Frakkland 0-2 Íslandi hefur tvisvar áður farið tíu landsleiki eða meira í röð án sigurs. Frá 28. júní 1996 til 30. ágúst 1997 tapaði liðið níu leikjum og gerði eitt jafntefli. Lengsta sigurlausa hrinan varð svo frá 8. maí 1998 til 21. september árið 2000, þegar liðið fór fimmtán leiki án sigurs með fimm jafnteflum og tíu töpum. Frá aldamótum hefur Ísland aldrei spilað meira en sex leiki í röð án sigurs. Ísland átti slæmt ár árið 2004 og tapaði öllum leikjum, sex í röð, en sigur skilaði sér svo í næsta leik árið 2005. Sex leikja sigurlaus hrina tók svo aftur við árið 2017 þegar Ísland tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í vináttuleikjum fyrir EM, þar sem liðið tapaði öllum þremur leikjunum. Betur gekk í sigurlausu leikjunum sex árið 2018 en þá náði Ísland fjórum jafnteflum. Síðan 2018 hafði Ísland aldrei spilað meira en þrjá leiki í röð án sigurs, fyrr en tíu leikja sigurlausa hrinan hófst í október 2024. Ísland fær tækifæri til að rétta úr gengi sínu í æfingaleik gegn Serbíu, áður en liðið hefur leik á Evrópumótinu í Sviss í byrjun júlí. Þar verður Ísland í riðli með Frakklandi, Finnlandi og Sviss.
Síðustu ellefu leikir Íslands: 16.07.2024 / Pólland - Ísland 0-1 (Síðasti sigur) 24.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 27.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 29.11.2024 / Ísland - Kanada 0-0 02.12.2024 / Ísland - Danmörk 0-2 21.02.2025 / Sviss - Ísland 0-0 25.02.2025 / Frakkland - Ísland 3-2 04.04.2025 / Ísland - Noregur 1-1 08.04.2025 / Ísland - Sviss 3-3 30.05.2025 / Noregur - Ísland 1-1 03.06.2025 / Ísland - Frakkland 0-2
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti