Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júní 2025 19:03 Eygló segir mikilvægt að fjölskyldur fái stuðning í kjölfar ofbeldis. Vísir/Ívar Fannar Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. Lögreglan hefur síðustu mánuði unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi sem gæti skýrt fjölgun tilkynninga en einnig að fjöldi mála þar sem um er að ræða ágreining séu sérstaklega skráð. „Við viljum skrá ágreining líka. Lögreglan mætir kannski á vettvang og metur að þarna sé fyrst og fremst um ágreining að ræða og engin ummerki um brot. En þegar tilkynning kemur næst þá sé forsagan fyrir hendi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna, hjá ríkislögreglustjóra. Alls bárust 316 tilkynningar til lögreglu um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 274 á sama tímabili í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það er aukning um fimmtán prósent. Auk þess voru skráðar 316 tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra. Samanlagt eru það 642 tilkynningar eða um sjö tilkynningar á dag. Mikill meirihluti málanna á sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 75 prósent, þegar um ræðir heimilisofbeldi en 65 prósent þegar um ræðir ágreining skyldra eða tengdra. Langflestir gerendur eru karlmenn, eða um 76 prósent, og þolendur konur, eða um 70 prósent. Flestir gerendur eru á aldursbilinu 18-35 ára en dreifing þolenda jafnari á milli aldurshópa. Í skýrslu ríkislögreglustjóra kom einnig fram að málum þar sem árásaraðili og -þolandi tengjast nánum fjölskylduböndum, til dæmis foreldrar, börn eða systkini, fjölgar miðað við síðustu ár. Fleiri börn og ungmenni eru skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir 18 ára tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósent í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims, en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári samkvæmt skýrslunni. 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlimi Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Það er ofbeldi foreldris gegn barni og ofbeldi barn gegn foreldris. Þá kemur fram í skýrslunni að alvarlegt, endurtekið ofbeldi gegn fjölskyldumeðlimi eykst sömuleiðis. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. „Við erum að sjá verulega fjölgun og þegar við skoðum tölurnar betur sjáum við að það skýrist að miklu leyti af fjölgun í ofbeldi milli skyldra og tengdra, sem er ekki maka eða parasamband. Þetta eru þá börn og foreldrar og það sem vekur sérstaka athygli er að það er hækkun á hlutfalli þeirra sem eru undir 18 ára,“ segir Eygló Lögreglan hefur unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. „Það sem við teljum þá núna mikilvægast fram undan er að grípa börnin, og þessa einstaklinga, fullorðna og börn og tryggja að þetta endurtaki sig ekki, fari ekki áfram milli kynslóða.“ Mikilvægt að fjölskyldur fái stuðning Eygló segir þessi mál í eðli sínu afar flókin „Þetta eru einhverjir sem þú ert skyldur eða tengdur. Þetta er fólk sem þér þykir vænt um. Þannig það sem við fáum að heyra frá barnaverndarstarfsmönnum, þau segja að það sem börnin óska eftir fyrst og fremst er að ofbeldið hætti. Þannig að fjölskyldan fái stuðning til að stöðva ofbeldið. Því þetta eru foreldra þeirra, eða börnin, þeirra. Við tökum undir þetta, að þessar fjölskyldur fái aðstoð þannig að ofbeldið hætti.“ Áríðandi sé að þessar fjölskyldur fái viðeigandi stuðning. „Við höfum haft áhyggjur af því hvernig við sáum síðasta ár, hvernig það endaði með meti í fjölda manndrápa á Íslandi. Við höfum líka verið að vekja athygli á því að þó svo að heilt yfir sé ekki fjölgun í ofbeldisbrotum, er fjölgun í þessum alvarlegustu brotum og þar held ég að við verðum að binda vonir við þær aðgerðir sem stjórnvöld eru þegar búin að fara í, en líka að börn eru ekki eyland, börn eiga fjölskyldur og við þurfum að horfa á allt umhverfið í kringum börnin.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögreglan hefur síðustu mánuði unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi sem gæti skýrt fjölgun tilkynninga en einnig að fjöldi mála þar sem um er að ræða ágreining séu sérstaklega skráð. „Við viljum skrá ágreining líka. Lögreglan mætir kannski á vettvang og metur að þarna sé fyrst og fremst um ágreining að ræða og engin ummerki um brot. En þegar tilkynning kemur næst þá sé forsagan fyrir hendi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna, hjá ríkislögreglustjóra. Alls bárust 316 tilkynningar til lögreglu um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 274 á sama tímabili í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það er aukning um fimmtán prósent. Auk þess voru skráðar 316 tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra. Samanlagt eru það 642 tilkynningar eða um sjö tilkynningar á dag. Mikill meirihluti málanna á sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 75 prósent, þegar um ræðir heimilisofbeldi en 65 prósent þegar um ræðir ágreining skyldra eða tengdra. Langflestir gerendur eru karlmenn, eða um 76 prósent, og þolendur konur, eða um 70 prósent. Flestir gerendur eru á aldursbilinu 18-35 ára en dreifing þolenda jafnari á milli aldurshópa. Í skýrslu ríkislögreglustjóra kom einnig fram að málum þar sem árásaraðili og -þolandi tengjast nánum fjölskylduböndum, til dæmis foreldrar, börn eða systkini, fjölgar miðað við síðustu ár. Fleiri börn og ungmenni eru skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir 18 ára tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósent í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims, en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári samkvæmt skýrslunni. 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlimi Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Það er ofbeldi foreldris gegn barni og ofbeldi barn gegn foreldris. Þá kemur fram í skýrslunni að alvarlegt, endurtekið ofbeldi gegn fjölskyldumeðlimi eykst sömuleiðis. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. „Við erum að sjá verulega fjölgun og þegar við skoðum tölurnar betur sjáum við að það skýrist að miklu leyti af fjölgun í ofbeldi milli skyldra og tengdra, sem er ekki maka eða parasamband. Þetta eru þá börn og foreldrar og það sem vekur sérstaka athygli er að það er hækkun á hlutfalli þeirra sem eru undir 18 ára,“ segir Eygló Lögreglan hefur unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. „Það sem við teljum þá núna mikilvægast fram undan er að grípa börnin, og þessa einstaklinga, fullorðna og börn og tryggja að þetta endurtaki sig ekki, fari ekki áfram milli kynslóða.“ Mikilvægt að fjölskyldur fái stuðning Eygló segir þessi mál í eðli sínu afar flókin „Þetta eru einhverjir sem þú ert skyldur eða tengdur. Þetta er fólk sem þér þykir vænt um. Þannig það sem við fáum að heyra frá barnaverndarstarfsmönnum, þau segja að það sem börnin óska eftir fyrst og fremst er að ofbeldið hætti. Þannig að fjölskyldan fái stuðning til að stöðva ofbeldið. Því þetta eru foreldra þeirra, eða börnin, þeirra. Við tökum undir þetta, að þessar fjölskyldur fái aðstoð þannig að ofbeldið hætti.“ Áríðandi sé að þessar fjölskyldur fái viðeigandi stuðning. „Við höfum haft áhyggjur af því hvernig við sáum síðasta ár, hvernig það endaði með meti í fjölda manndrápa á Íslandi. Við höfum líka verið að vekja athygli á því að þó svo að heilt yfir sé ekki fjölgun í ofbeldisbrotum, er fjölgun í þessum alvarlegustu brotum og þar held ég að við verðum að binda vonir við þær aðgerðir sem stjórnvöld eru þegar búin að fara í, en líka að börn eru ekki eyland, börn eiga fjölskyldur og við þurfum að horfa á allt umhverfið í kringum börnin.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira