Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 11:35 Donald Trump og Elon Musk. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27