Brúnkukrems- og karókíkvöld á dagskrá kvenfanga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júní 2025 10:01 Verkefnastjóri vinnu- og virknimála á Hólmsheiði segir fanga koma inn í fangelsið á sínum þyngsta punkti og því sé upplífgandi dagskrárliðir lykilhluti í að viðhalda eins góðum anda þar inni og hægt er. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri kvenfangar setið í fangelsi hér á landi. Í leið hefur virkni og félagsstarf í fangelsum aldrei verið blómlegra. Á kvennadeild fangelsisins á Hólmsheiði fara reglulega fram karókíkvöld, brúnkukremskvöld, súmbakvöld og svo lengi mætti telja. Fangelsismál eru iðulega til umfjöllunar, en umfjöllunin snýst sjaldnast um félagslífið og skemmtunina sem fram fer inni á deildunum, sér í lagi kvennadeildunum. Auður Margrét Guðmundsdóttir er deildarstjóri vinnu- og virknimála á Hólmsheiði. Hún segir blaðamanni frá hinum ýmsu verkefnum innan fangelsisins til að efla virkni og áhugasvið fanganna og undirbúa þá undir lífið eftir afplánun. Upptalningin á verkefnunum virðist endalaus. Hún segir frá vikulegum konukvöldum sem haldin eru í samstarfi við verkefnið Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossins. Konukvöldin eru opin bæði konum sem lokið hafa afplánun og konum sem enn sitja inni. Ótrúleg gleði á oft erfiðum tímum „Þær fá að leggja til hvað þær vilja gera. Við höfum til dæmis verið að bjóða upp á súmbakvöld, hugleiðslu, klippingu og alls konar snyrtingu. Eins og til dæmis augabrúnir og augnhár, neglur, brúnkukrem og alls konar self care,“ segir Auður. Sannkallað gellukvöld á Hólmsheiði. Aðsend Hún segir kvöldin lið í að efla félagslega virkni kvennanna inni í fangelsunum. „Þetta er mjög vel sótt og mjög vinsælt.“ Ýmislegt annað er sett á dagskrá utan konukvöldanna, eins og til dæmis karókíkvöld og danskvöld. Fangaverðirnir taka virkan þátt í starfinu en karókíkvöld var einmitt hugmynd eins fangavarðanna. „Það sló heldur betur í gegn og var heldur betur dýrmætt. Það var ótrúleg gleði og hamingja, þær komu allar brosandi út úr þessum kvöldum.“ Auður segir dagskrárliði og viðburði sem þessa sérlega mikilvæga mikilvæga fyrir velferð fanganna. „Fólk er að koma inn á sínum þyngsta punkti, afplánun er mjög þung og þetta tekur á. Þar af leiðandi skiptir allt svona uppbrot miklu máli. Sama hvað það er, að fá tilbreytingu í daginn vekur mikla gleði og gerir mikið fyrir okkar konur. Og í raun alla sem sitja inni,“ segir Auður. Á karladeildunum gengur að auki á ýmsu, en þar nefnir Auður sweat-athafnir á Sogni sem dæmi. Sweat-tjöld á Sogni. Aðsend Mikið hlegið á vinnustofunni Auður segist nú vinna að því að gera uppákomur og viðburði sem þessa að föstum dagskrárliðum. Einn föstu dagskrárliðanna er Fangaverk, vinnustofa í boði fyrir alla fanga. Á Hólmsheiði gefst föngum færi á að föndra og skapa handverk af ýmsu tagi og selja á vefsíðu Fangaverks. „Þetta er mikilvægt verkefni, það skapar föst störf en áður vorum við að stóla á verkefni utan frá. En með því að framleiða vörur og selja út tryggjum við að það sé alltaf vinna í boði,“ útskýrir Auður. „Við höfum undanfarið verið að efla smiðjur, steypa leira og þrívíddarprenta. Við höfum verið með járnsmiðju og trésmiðju og fleira. Það er mjög margt í boði. „Þetta er mjög listrænn hópur sem er í fangelsunum og skapandi. Þannig að það er ótrúlega gefandi að fylgjast með þeim og sjá hvað þau vaxa á vinnustofunum, og eflast sem einstaklingar. Þannig að þetta er mjög dýrmætt verkefni sem við erum stolt af.“ Á vinnustofu Fangaverks kennir ýmissa grasa.Fangaverk Á haustin og fram að jólum eigi fangarnir í fullu fangi með að anna pöntunum. Auður líkir stemningunni á vinnustofunni rétt fyrir jól við vinnustofu jólasveinsins. Hún segir umtalað hve góður andinn er á vinnustofunni. „Það er mikið hlegið og góður húmor í gangi.“ Jói Fel í heimsókn og alþjóðlegt skákmót fanga Auður heldur áfram að segja frá viðburðum sem fara fram innan veggja fangelsisins. Nýverið var til dæmis haldið alþjóðlegt skákmót fanga, þar sem Ísland hafnaði í sextánda sæti. Teflt var á netinu og segir Auður skáksamband Íslands hafa komið og aðstoðað. Bráðum hefst síðan nýtt verkefni að nafni Hundavinir, þar sem Rauði krossinn kemur með hunda tvisvar sinnum í mánuði sem fangar geta hitt. Þá ætlar stjörnubakarinn Jói Fel að heimsækja Hólmsheiði í sumar og halda námskeið í bakstri og eldamennsku. „Hann ætlar að vera með súrdeigskennslu og fleira. Það er mikill spenningur fyrir þessu.“ Auður segist alltaf vera að leita að verkefnum til að efla einstaklingana svo þeir hafi trú á eigin getu. Hún segist þakklát fangavörðum og fjölda sjálfboðaliða sem komið hafa að starfinu og haldið því uppi. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Fangelsismál eru iðulega til umfjöllunar, en umfjöllunin snýst sjaldnast um félagslífið og skemmtunina sem fram fer inni á deildunum, sér í lagi kvennadeildunum. Auður Margrét Guðmundsdóttir er deildarstjóri vinnu- og virknimála á Hólmsheiði. Hún segir blaðamanni frá hinum ýmsu verkefnum innan fangelsisins til að efla virkni og áhugasvið fanganna og undirbúa þá undir lífið eftir afplánun. Upptalningin á verkefnunum virðist endalaus. Hún segir frá vikulegum konukvöldum sem haldin eru í samstarfi við verkefnið Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossins. Konukvöldin eru opin bæði konum sem lokið hafa afplánun og konum sem enn sitja inni. Ótrúleg gleði á oft erfiðum tímum „Þær fá að leggja til hvað þær vilja gera. Við höfum til dæmis verið að bjóða upp á súmbakvöld, hugleiðslu, klippingu og alls konar snyrtingu. Eins og til dæmis augabrúnir og augnhár, neglur, brúnkukrem og alls konar self care,“ segir Auður. Sannkallað gellukvöld á Hólmsheiði. Aðsend Hún segir kvöldin lið í að efla félagslega virkni kvennanna inni í fangelsunum. „Þetta er mjög vel sótt og mjög vinsælt.“ Ýmislegt annað er sett á dagskrá utan konukvöldanna, eins og til dæmis karókíkvöld og danskvöld. Fangaverðirnir taka virkan þátt í starfinu en karókíkvöld var einmitt hugmynd eins fangavarðanna. „Það sló heldur betur í gegn og var heldur betur dýrmætt. Það var ótrúleg gleði og hamingja, þær komu allar brosandi út úr þessum kvöldum.“ Auður segir dagskrárliði og viðburði sem þessa sérlega mikilvæga mikilvæga fyrir velferð fanganna. „Fólk er að koma inn á sínum þyngsta punkti, afplánun er mjög þung og þetta tekur á. Þar af leiðandi skiptir allt svona uppbrot miklu máli. Sama hvað það er, að fá tilbreytingu í daginn vekur mikla gleði og gerir mikið fyrir okkar konur. Og í raun alla sem sitja inni,“ segir Auður. Á karladeildunum gengur að auki á ýmsu, en þar nefnir Auður sweat-athafnir á Sogni sem dæmi. Sweat-tjöld á Sogni. Aðsend Mikið hlegið á vinnustofunni Auður segist nú vinna að því að gera uppákomur og viðburði sem þessa að föstum dagskrárliðum. Einn föstu dagskrárliðanna er Fangaverk, vinnustofa í boði fyrir alla fanga. Á Hólmsheiði gefst föngum færi á að föndra og skapa handverk af ýmsu tagi og selja á vefsíðu Fangaverks. „Þetta er mikilvægt verkefni, það skapar föst störf en áður vorum við að stóla á verkefni utan frá. En með því að framleiða vörur og selja út tryggjum við að það sé alltaf vinna í boði,“ útskýrir Auður. „Við höfum undanfarið verið að efla smiðjur, steypa leira og þrívíddarprenta. Við höfum verið með járnsmiðju og trésmiðju og fleira. Það er mjög margt í boði. „Þetta er mjög listrænn hópur sem er í fangelsunum og skapandi. Þannig að það er ótrúlega gefandi að fylgjast með þeim og sjá hvað þau vaxa á vinnustofunum, og eflast sem einstaklingar. Þannig að þetta er mjög dýrmætt verkefni sem við erum stolt af.“ Á vinnustofu Fangaverks kennir ýmissa grasa.Fangaverk Á haustin og fram að jólum eigi fangarnir í fullu fangi með að anna pöntunum. Auður líkir stemningunni á vinnustofunni rétt fyrir jól við vinnustofu jólasveinsins. Hún segir umtalað hve góður andinn er á vinnustofunni. „Það er mikið hlegið og góður húmor í gangi.“ Jói Fel í heimsókn og alþjóðlegt skákmót fanga Auður heldur áfram að segja frá viðburðum sem fara fram innan veggja fangelsisins. Nýverið var til dæmis haldið alþjóðlegt skákmót fanga, þar sem Ísland hafnaði í sextánda sæti. Teflt var á netinu og segir Auður skáksamband Íslands hafa komið og aðstoðað. Bráðum hefst síðan nýtt verkefni að nafni Hundavinir, þar sem Rauði krossinn kemur með hunda tvisvar sinnum í mánuði sem fangar geta hitt. Þá ætlar stjörnubakarinn Jói Fel að heimsækja Hólmsheiði í sumar og halda námskeið í bakstri og eldamennsku. „Hann ætlar að vera með súrdeigskennslu og fleira. Það er mikill spenningur fyrir þessu.“ Auður segist alltaf vera að leita að verkefnum til að efla einstaklingana svo þeir hafi trú á eigin getu. Hún segist þakklát fangavörðum og fjölda sjálfboðaliða sem komið hafa að starfinu og haldið því uppi.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira