Ekkert sem bendi til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2025 12:30 Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. HR Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. Mikið hefur um gustað um Víði Reynisson, formann allsherjar og menntamálanefndar, í kjölfar afskipta hans af meðferð máls Oscars Bocanegra hjá Útlendingastofnun. Víðir tjáði Útlendingastofnun að yfirgnæfandi líkur væru á því að undirnefnd sem hann situr ekki í myndi veita Oscari ríkisborgararétt og yfirvofandi brottflutningur því stöðvaður. Stjórnarandstaðan sakar Víði um trúnaðarbrot og um að taka fyrir hendur stjórnsýslunnar og þingsins. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt vinnubrögð Víðis skýrt brot gegn lögum og reglum. Ekki brotið gegn stjórnskipun ríkisins „Ég myndi segja að almennt séð þurfum við að passa mjög upp á það að pólitíkusar séu ekki að grípa inn í störf stjórnvalda eða reyna hafa áhrif á þau. Það má alltaf velta því fyrir sér hvort gengið hafi verið yfir strikið í einhverjum málum en ég hef allavega ekki séð neitt enn sem komið er sem bendir til þess að það hafi verið stigið yfir strikið gagnvart stjórnvöldum.“ Þetta segir Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, sem segir reglur stjórnsýsluréttarins ekki hafa verið brotnar. „Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er ekki handhafi stjórnsýsluvalds og gegnir ekki lögbundnu hlutverki í málsmeðferðinni. Reglur stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar eiga ekki beint við um hann þegar hann kemur fram í því hlutverki. Hins vegar er það þannig að það gilda aðrar reglur um hann og það kann að vera hluti af því að virða þær leikreglur sem gilda um meðferð og úrlausn mála hjá öðrum handhöfum ríkisvalds. Þetta er svona spurning um hvort stjórnsýslulögin eigi beint við um formanninn og stutta svarið við því er nei.“ Þá bætir Hafsteinn við að ekki sé hægt að líta svo á að Víðir hafi brotið gegn stjórnskipun ríkisins með pólitískum afskiptum sínum. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna þá ræð ég að með tölvubréfum hafi verið upplýst af hálfu þessa formanns, hvernig væri líklegast að Alþingi myndi nýta sínar eigin valdheimildir. Þeim upplýsingum komið á framfæri við stjórnvöld. Slík upplýsingagjöf ein og sér án þess að það komi eitthvað meira til eða reynt sé að hafa meiri áhrif hvernig útlendingastofnun nýtir sínar valdheimildir er almennt ekki nóg til að slá því föstu að valdgreiningarregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin.“ Hafsteinn setur þann varnagla á að almennt eigi allir leikendur í kerfinu að virða hlutverk hvers og eins og gæta stöðu sinni. Málefnaleg rök geti réttlæt mismunun Varðandi ásakanir um trúnaðarbrot segir Hafsteinn óljóst hvort þess konar brot hafi átt sér stað. Lögfræðingar Alþingis muni væntanlega taka afstöðu til þess. „í lögum um þingsköp Alþingis eru reglur um að hægt sé að hafa fundi opnaða og lokaða og á sumum stöðum er vísað í þagnarskyldarreglur. Ég er þó ekki búin að taka afstöðu til eða lagt mat á hvort þessar reglur eigi við um þetta tilvik.“ Varðandi meint brot gegn jafnræðisreglunni minnir Hafsteinn á að mál þurfi að vera sambærileg svo hægt sé að slá því föstu að hún hafi verið brotin. Málefnaleg rök og þungvægar ástæður geta réttlætt mismunun. „Það sem gæti vegið þyngst hérna er að eins og ég skil það er um að ræða barn skv. lögum og í okkar réttarkerfi okkar er það þannig að meginreglan er sú að hafa skuli hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Þá þarf einfaldlega bara að svara því hvort hin tilvikin séu eins eða nægilega sambærileg.“ Haukur sagði í gær Víði brjóta gegn stjórnsýslureglum og sakaði hann um að kaupa sér vinsældir með lögbrotum. „Í grunninn þurfum við að hugsa um okkar kerfi þannig að það geti fúnkerað og ekki allir bara það mikið í sínu horni að upplýsingar berist ekki á milli sem þurfa að berast á milli. Það eitt að upplýsingar berist á milli er ekki í ólagi og í mörgum tilvikum þarf það að gerast. Þegar gengið er of langt og brotið gegn lagareglum er það yfirleitt þegar það er verið að reyna hafa óeðlileg áhrif. Þá er gripið inn í hvernig stjórnvald nýtir sínar valdheimildir. Hér er kannski spurning nákvæmlega hvaða upplýsingar lágu fyrir þegar formaðurinn tekur þessa afstöðu,“ segir Hafsteinn. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Mikið hefur um gustað um Víði Reynisson, formann allsherjar og menntamálanefndar, í kjölfar afskipta hans af meðferð máls Oscars Bocanegra hjá Útlendingastofnun. Víðir tjáði Útlendingastofnun að yfirgnæfandi líkur væru á því að undirnefnd sem hann situr ekki í myndi veita Oscari ríkisborgararétt og yfirvofandi brottflutningur því stöðvaður. Stjórnarandstaðan sakar Víði um trúnaðarbrot og um að taka fyrir hendur stjórnsýslunnar og þingsins. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt vinnubrögð Víðis skýrt brot gegn lögum og reglum. Ekki brotið gegn stjórnskipun ríkisins „Ég myndi segja að almennt séð þurfum við að passa mjög upp á það að pólitíkusar séu ekki að grípa inn í störf stjórnvalda eða reyna hafa áhrif á þau. Það má alltaf velta því fyrir sér hvort gengið hafi verið yfir strikið í einhverjum málum en ég hef allavega ekki séð neitt enn sem komið er sem bendir til þess að það hafi verið stigið yfir strikið gagnvart stjórnvöldum.“ Þetta segir Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, sem segir reglur stjórnsýsluréttarins ekki hafa verið brotnar. „Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er ekki handhafi stjórnsýsluvalds og gegnir ekki lögbundnu hlutverki í málsmeðferðinni. Reglur stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar eiga ekki beint við um hann þegar hann kemur fram í því hlutverki. Hins vegar er það þannig að það gilda aðrar reglur um hann og það kann að vera hluti af því að virða þær leikreglur sem gilda um meðferð og úrlausn mála hjá öðrum handhöfum ríkisvalds. Þetta er svona spurning um hvort stjórnsýslulögin eigi beint við um formanninn og stutta svarið við því er nei.“ Þá bætir Hafsteinn við að ekki sé hægt að líta svo á að Víðir hafi brotið gegn stjórnskipun ríkisins með pólitískum afskiptum sínum. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna þá ræð ég að með tölvubréfum hafi verið upplýst af hálfu þessa formanns, hvernig væri líklegast að Alþingi myndi nýta sínar eigin valdheimildir. Þeim upplýsingum komið á framfæri við stjórnvöld. Slík upplýsingagjöf ein og sér án þess að það komi eitthvað meira til eða reynt sé að hafa meiri áhrif hvernig útlendingastofnun nýtir sínar valdheimildir er almennt ekki nóg til að slá því föstu að valdgreiningarregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin.“ Hafsteinn setur þann varnagla á að almennt eigi allir leikendur í kerfinu að virða hlutverk hvers og eins og gæta stöðu sinni. Málefnaleg rök geti réttlæt mismunun Varðandi ásakanir um trúnaðarbrot segir Hafsteinn óljóst hvort þess konar brot hafi átt sér stað. Lögfræðingar Alþingis muni væntanlega taka afstöðu til þess. „í lögum um þingsköp Alþingis eru reglur um að hægt sé að hafa fundi opnaða og lokaða og á sumum stöðum er vísað í þagnarskyldarreglur. Ég er þó ekki búin að taka afstöðu til eða lagt mat á hvort þessar reglur eigi við um þetta tilvik.“ Varðandi meint brot gegn jafnræðisreglunni minnir Hafsteinn á að mál þurfi að vera sambærileg svo hægt sé að slá því föstu að hún hafi verið brotin. Málefnaleg rök og þungvægar ástæður geta réttlætt mismunun. „Það sem gæti vegið þyngst hérna er að eins og ég skil það er um að ræða barn skv. lögum og í okkar réttarkerfi okkar er það þannig að meginreglan er sú að hafa skuli hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Þá þarf einfaldlega bara að svara því hvort hin tilvikin séu eins eða nægilega sambærileg.“ Haukur sagði í gær Víði brjóta gegn stjórnsýslureglum og sakaði hann um að kaupa sér vinsældir með lögbrotum. „Í grunninn þurfum við að hugsa um okkar kerfi þannig að það geti fúnkerað og ekki allir bara það mikið í sínu horni að upplýsingar berist ekki á milli sem þurfa að berast á milli. Það eitt að upplýsingar berist á milli er ekki í ólagi og í mörgum tilvikum þarf það að gerast. Þegar gengið er of langt og brotið gegn lagareglum er það yfirleitt þegar það er verið að reyna hafa óeðlileg áhrif. Þá er gripið inn í hvernig stjórnvald nýtir sínar valdheimildir. Hér er kannski spurning nákvæmlega hvaða upplýsingar lágu fyrir þegar formaðurinn tekur þessa afstöðu,“ segir Hafsteinn.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira