Ekkert sem bendi til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2025 12:30 Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. HR Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. Mikið hefur um gustað um Víði Reynisson, formann allsherjar og menntamálanefndar, í kjölfar afskipta hans af meðferð máls Oscars Bocanegra hjá Útlendingastofnun. Víðir tjáði Útlendingastofnun að yfirgnæfandi líkur væru á því að undirnefnd sem hann situr ekki í myndi veita Oscari ríkisborgararétt og yfirvofandi brottflutningur því stöðvaður. Stjórnarandstaðan sakar Víði um trúnaðarbrot og um að taka fyrir hendur stjórnsýslunnar og þingsins. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt vinnubrögð Víðis skýrt brot gegn lögum og reglum. Ekki brotið gegn stjórnskipun ríkisins „Ég myndi segja að almennt séð þurfum við að passa mjög upp á það að pólitíkusar séu ekki að grípa inn í störf stjórnvalda eða reyna hafa áhrif á þau. Það má alltaf velta því fyrir sér hvort gengið hafi verið yfir strikið í einhverjum málum en ég hef allavega ekki séð neitt enn sem komið er sem bendir til þess að það hafi verið stigið yfir strikið gagnvart stjórnvöldum.“ Þetta segir Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, sem segir reglur stjórnsýsluréttarins ekki hafa verið brotnar. „Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er ekki handhafi stjórnsýsluvalds og gegnir ekki lögbundnu hlutverki í málsmeðferðinni. Reglur stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar eiga ekki beint við um hann þegar hann kemur fram í því hlutverki. Hins vegar er það þannig að það gilda aðrar reglur um hann og það kann að vera hluti af því að virða þær leikreglur sem gilda um meðferð og úrlausn mála hjá öðrum handhöfum ríkisvalds. Þetta er svona spurning um hvort stjórnsýslulögin eigi beint við um formanninn og stutta svarið við því er nei.“ Þá bætir Hafsteinn við að ekki sé hægt að líta svo á að Víðir hafi brotið gegn stjórnskipun ríkisins með pólitískum afskiptum sínum. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna þá ræð ég að með tölvubréfum hafi verið upplýst af hálfu þessa formanns, hvernig væri líklegast að Alþingi myndi nýta sínar eigin valdheimildir. Þeim upplýsingum komið á framfæri við stjórnvöld. Slík upplýsingagjöf ein og sér án þess að það komi eitthvað meira til eða reynt sé að hafa meiri áhrif hvernig útlendingastofnun nýtir sínar valdheimildir er almennt ekki nóg til að slá því föstu að valdgreiningarregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin.“ Hafsteinn setur þann varnagla á að almennt eigi allir leikendur í kerfinu að virða hlutverk hvers og eins og gæta stöðu sinni. Málefnaleg rök geti réttlæt mismunun Varðandi ásakanir um trúnaðarbrot segir Hafsteinn óljóst hvort þess konar brot hafi átt sér stað. Lögfræðingar Alþingis muni væntanlega taka afstöðu til þess. „í lögum um þingsköp Alþingis eru reglur um að hægt sé að hafa fundi opnaða og lokaða og á sumum stöðum er vísað í þagnarskyldarreglur. Ég er þó ekki búin að taka afstöðu til eða lagt mat á hvort þessar reglur eigi við um þetta tilvik.“ Varðandi meint brot gegn jafnræðisreglunni minnir Hafsteinn á að mál þurfi að vera sambærileg svo hægt sé að slá því föstu að hún hafi verið brotin. Málefnaleg rök og þungvægar ástæður geta réttlætt mismunun. „Það sem gæti vegið þyngst hérna er að eins og ég skil það er um að ræða barn skv. lögum og í okkar réttarkerfi okkar er það þannig að meginreglan er sú að hafa skuli hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Þá þarf einfaldlega bara að svara því hvort hin tilvikin séu eins eða nægilega sambærileg.“ Haukur sagði í gær Víði brjóta gegn stjórnsýslureglum og sakaði hann um að kaupa sér vinsældir með lögbrotum. „Í grunninn þurfum við að hugsa um okkar kerfi þannig að það geti fúnkerað og ekki allir bara það mikið í sínu horni að upplýsingar berist ekki á milli sem þurfa að berast á milli. Það eitt að upplýsingar berist á milli er ekki í ólagi og í mörgum tilvikum þarf það að gerast. Þegar gengið er of langt og brotið gegn lagareglum er það yfirleitt þegar það er verið að reyna hafa óeðlileg áhrif. Þá er gripið inn í hvernig stjórnvald nýtir sínar valdheimildir. Hér er kannski spurning nákvæmlega hvaða upplýsingar lágu fyrir þegar formaðurinn tekur þessa afstöðu,“ segir Hafsteinn. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Mikið hefur um gustað um Víði Reynisson, formann allsherjar og menntamálanefndar, í kjölfar afskipta hans af meðferð máls Oscars Bocanegra hjá Útlendingastofnun. Víðir tjáði Útlendingastofnun að yfirgnæfandi líkur væru á því að undirnefnd sem hann situr ekki í myndi veita Oscari ríkisborgararétt og yfirvofandi brottflutningur því stöðvaður. Stjórnarandstaðan sakar Víði um trúnaðarbrot og um að taka fyrir hendur stjórnsýslunnar og þingsins. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt vinnubrögð Víðis skýrt brot gegn lögum og reglum. Ekki brotið gegn stjórnskipun ríkisins „Ég myndi segja að almennt séð þurfum við að passa mjög upp á það að pólitíkusar séu ekki að grípa inn í störf stjórnvalda eða reyna hafa áhrif á þau. Það má alltaf velta því fyrir sér hvort gengið hafi verið yfir strikið í einhverjum málum en ég hef allavega ekki séð neitt enn sem komið er sem bendir til þess að það hafi verið stigið yfir strikið gagnvart stjórnvöldum.“ Þetta segir Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, sem segir reglur stjórnsýsluréttarins ekki hafa verið brotnar. „Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er ekki handhafi stjórnsýsluvalds og gegnir ekki lögbundnu hlutverki í málsmeðferðinni. Reglur stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar eiga ekki beint við um hann þegar hann kemur fram í því hlutverki. Hins vegar er það þannig að það gilda aðrar reglur um hann og það kann að vera hluti af því að virða þær leikreglur sem gilda um meðferð og úrlausn mála hjá öðrum handhöfum ríkisvalds. Þetta er svona spurning um hvort stjórnsýslulögin eigi beint við um formanninn og stutta svarið við því er nei.“ Þá bætir Hafsteinn við að ekki sé hægt að líta svo á að Víðir hafi brotið gegn stjórnskipun ríkisins með pólitískum afskiptum sínum. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna þá ræð ég að með tölvubréfum hafi verið upplýst af hálfu þessa formanns, hvernig væri líklegast að Alþingi myndi nýta sínar eigin valdheimildir. Þeim upplýsingum komið á framfæri við stjórnvöld. Slík upplýsingagjöf ein og sér án þess að það komi eitthvað meira til eða reynt sé að hafa meiri áhrif hvernig útlendingastofnun nýtir sínar valdheimildir er almennt ekki nóg til að slá því föstu að valdgreiningarregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin.“ Hafsteinn setur þann varnagla á að almennt eigi allir leikendur í kerfinu að virða hlutverk hvers og eins og gæta stöðu sinni. Málefnaleg rök geti réttlæt mismunun Varðandi ásakanir um trúnaðarbrot segir Hafsteinn óljóst hvort þess konar brot hafi átt sér stað. Lögfræðingar Alþingis muni væntanlega taka afstöðu til þess. „í lögum um þingsköp Alþingis eru reglur um að hægt sé að hafa fundi opnaða og lokaða og á sumum stöðum er vísað í þagnarskyldarreglur. Ég er þó ekki búin að taka afstöðu til eða lagt mat á hvort þessar reglur eigi við um þetta tilvik.“ Varðandi meint brot gegn jafnræðisreglunni minnir Hafsteinn á að mál þurfi að vera sambærileg svo hægt sé að slá því föstu að hún hafi verið brotin. Málefnaleg rök og þungvægar ástæður geta réttlætt mismunun. „Það sem gæti vegið þyngst hérna er að eins og ég skil það er um að ræða barn skv. lögum og í okkar réttarkerfi okkar er það þannig að meginreglan er sú að hafa skuli hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Þá þarf einfaldlega bara að svara því hvort hin tilvikin séu eins eða nægilega sambærileg.“ Haukur sagði í gær Víði brjóta gegn stjórnsýslureglum og sakaði hann um að kaupa sér vinsældir með lögbrotum. „Í grunninn þurfum við að hugsa um okkar kerfi þannig að það geti fúnkerað og ekki allir bara það mikið í sínu horni að upplýsingar berist ekki á milli sem þurfa að berast á milli. Það eitt að upplýsingar berist á milli er ekki í ólagi og í mörgum tilvikum þarf það að gerast. Þegar gengið er of langt og brotið gegn lagareglum er það yfirleitt þegar það er verið að reyna hafa óeðlileg áhrif. Þá er gripið inn í hvernig stjórnvald nýtir sínar valdheimildir. Hér er kannski spurning nákvæmlega hvaða upplýsingar lágu fyrir þegar formaðurinn tekur þessa afstöðu,“ segir Hafsteinn.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira