Þaggaði niður í þingmönnum sem sögðu Kristrúnu snúa út úr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2025 12:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis þurfti að biðja þingmenn um að hafa hljótt. Skjáskot Forsætisráðherra segist hafa áhyggjur af framleiðni og vinnu þingsins og í hvað það eyðir tíma. Þetta sagði hún í svari við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum um samheldni ríkisstjórnarinnar. Uppúr sauð og þurfti forseti Alþingis að þagga niður í þingmönnum. Fjölmargir þingmenn beindu fyrirspurnum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu í morgun. Flestar snerust þær að máli hins kólumbíska Oscars Bocanegra og samheldni ríkisstjórnarinnar. Óskýr svör um strandveiðar? Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði meðal annars út í misvísandi yfirlýsingar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins um strandveiðifrumvarpið. „Ráðherra kemur fram og segir að það þurfi að skoða hvort það þurfi að minnka leyfilegt magn á hverjum degi til að mæta fjölda daga. Hæstvirtur þingmaður, sem ráðherra var reyndar búinn að segja að myndi ekki hafa neina aðkomu að þessu máli, kemur fram og segir að um mistök ráðuneytisins sé að ræða,“ sagði Hildur og vísaði í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu. Kristrún benti á að skýrt kæmi fram í frumvarpinu hvað í því fælist og sagði samheldni ríkisstjórnarinnar, eða meintan skort þar á, ekki vandamálið. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum að það hefur verið hægagangur hérna í þinginu. Það jhefur ekki verið hægagangur hjá ríkisstjórninni. Við skiluðum 90 prósent þeirra mála sem voru á þingmálaskrá hér inn fyrir tilsettan tíma,“ sagði Kristrún. Hefur áhyggjur af framleiðni þingsins Tveir dagar hafi farið í fyrstu umræðu um strandveiðifrumvarpið, ein vika í fyrstu umræðu um veiðigjöld og svo framvegis. „Ég hef áhyggjur af vinnu og framleiðni þessa þings og í hvað við eyðum tíma. Fólk veit þetta laveg hér inni. Við vitum alveg af hverju þetta er. Látum ekki sem þetta sé eitthvað annað en það sem þetta er.“ Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins, spurði þá út í mál Oscars, sem Víðir Reynisson þingmaður Viðreisnar sagði yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgarrétt frá Alþingi, og hvort samstaða væri um það í ríkisstjórn. „Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig með nánast loforði um veitingu ríkisborgararéttar,“ sagði Ingibjörg. „Þessi ákvörðun kom ekki til umræðu í ríkisstjórn, það þarf ekki að vera samstaða eða óeining eða mismunandi skoðanir. Þetta varðar ekki ríkisstjórn,“ sagði Kristrún en á þessum tímapunkti kallaði Ingibjörg úr sal: „Ég spurði ekki að því.“ „Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið“ Frammíköll héldu áfram þegar Kristrún hélt máli sínu fram. Þegar Kristrún sagði ríkisborgararétt lengi hafa verið veittan með þessum hætti mátti heyra þingmann kalla úr sal: „Þetta er útúrsnúningur!“ Svo fór að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis sló á bjölluna og sagði forsætisráðherra með orðið. Hún bað þingmenn þá að gefa hljóð. Myndin sem Noorina birti á Instagram. „Ef fólk hér inni kemst að þeirri niðurstöðu eftir þetta vor að þetta sé afleitt, að ríkisborgararéttur sé veittur með þessum hætti þá þarf að taka ákvörðun um það í þessum sal. En það er hægt að fletta áraraðir aftur í tímann þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem áður hefur fengið synjun á öðrum stigum, eftir að þeim hefur verið veittur ríkisborgararéttur hér inni. Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið. Höldum okkur við staðreyndir máls.“ Guðrún sat fyrir með Noorinu Ein myndanna, sem Kristrún vísar til, er ljósmynd sem Guðrún Hafsteinsdóttir, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og þá dómsmálaráðherra, og Birgir Þórarinsson þáverandi þingmaður tóku af sér með hinni afgönsku Noorinu, sem veittur var ríkisborgararéttur af Alþingi árið 2023. Noorina birti af sér mynd með þeim á Instagram, sem tekin var í Alþingishúsinu. Annað dæmi um slíka myndatöku er mynd sem Páll Magnússon, þáverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar, birti af sér með enska tónlistarmanninum Damon Albarn. Albarn lýsti yfir áhuga fyrir nokkrum árum að fá íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt eftir heimsókn hans á þingið og fund með Páli, en það er allsherjar- og menntamálanefnd sem fer fyrir veitingu ríkisborgararéttar á þingi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Strandveiðar Tengdar fréttir Ekkert sem bendir til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar og menntamála hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. 5. júní 2025 12:30 Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5. júní 2025 12:18 Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. 5. júní 2025 08:32 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fjölmargir þingmenn beindu fyrirspurnum til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu í morgun. Flestar snerust þær að máli hins kólumbíska Oscars Bocanegra og samheldni ríkisstjórnarinnar. Óskýr svör um strandveiðar? Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði meðal annars út í misvísandi yfirlýsingar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins um strandveiðifrumvarpið. „Ráðherra kemur fram og segir að það þurfi að skoða hvort það þurfi að minnka leyfilegt magn á hverjum degi til að mæta fjölda daga. Hæstvirtur þingmaður, sem ráðherra var reyndar búinn að segja að myndi ekki hafa neina aðkomu að þessu máli, kemur fram og segir að um mistök ráðuneytisins sé að ræða,“ sagði Hildur og vísaði í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu. Kristrún benti á að skýrt kæmi fram í frumvarpinu hvað í því fælist og sagði samheldni ríkisstjórnarinnar, eða meintan skort þar á, ekki vandamálið. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum að það hefur verið hægagangur hérna í þinginu. Það jhefur ekki verið hægagangur hjá ríkisstjórninni. Við skiluðum 90 prósent þeirra mála sem voru á þingmálaskrá hér inn fyrir tilsettan tíma,“ sagði Kristrún. Hefur áhyggjur af framleiðni þingsins Tveir dagar hafi farið í fyrstu umræðu um strandveiðifrumvarpið, ein vika í fyrstu umræðu um veiðigjöld og svo framvegis. „Ég hef áhyggjur af vinnu og framleiðni þessa þings og í hvað við eyðum tíma. Fólk veit þetta laveg hér inni. Við vitum alveg af hverju þetta er. Látum ekki sem þetta sé eitthvað annað en það sem þetta er.“ Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins, spurði þá út í mál Oscars, sem Víðir Reynisson þingmaður Viðreisnar sagði yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgarrétt frá Alþingi, og hvort samstaða væri um það í ríkisstjórn. „Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig með nánast loforði um veitingu ríkisborgararéttar,“ sagði Ingibjörg. „Þessi ákvörðun kom ekki til umræðu í ríkisstjórn, það þarf ekki að vera samstaða eða óeining eða mismunandi skoðanir. Þetta varðar ekki ríkisstjórn,“ sagði Kristrún en á þessum tímapunkti kallaði Ingibjörg úr sal: „Ég spurði ekki að því.“ „Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið“ Frammíköll héldu áfram þegar Kristrún hélt máli sínu fram. Þegar Kristrún sagði ríkisborgararétt lengi hafa verið veittan með þessum hætti mátti heyra þingmann kalla úr sal: „Þetta er útúrsnúningur!“ Svo fór að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis sló á bjölluna og sagði forsætisráðherra með orðið. Hún bað þingmenn þá að gefa hljóð. Myndin sem Noorina birti á Instagram. „Ef fólk hér inni kemst að þeirri niðurstöðu eftir þetta vor að þetta sé afleitt, að ríkisborgararéttur sé veittur með þessum hætti þá þarf að taka ákvörðun um það í þessum sal. En það er hægt að fletta áraraðir aftur í tímann þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem áður hefur fengið synjun á öðrum stigum, eftir að þeim hefur verið veittur ríkisborgararéttur hér inni. Við skulum ekki láta eins og þetta sé nýtilkomið. Höldum okkur við staðreyndir máls.“ Guðrún sat fyrir með Noorinu Ein myndanna, sem Kristrún vísar til, er ljósmynd sem Guðrún Hafsteinsdóttir, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og þá dómsmálaráðherra, og Birgir Þórarinsson þáverandi þingmaður tóku af sér með hinni afgönsku Noorinu, sem veittur var ríkisborgararéttur af Alþingi árið 2023. Noorina birti af sér mynd með þeim á Instagram, sem tekin var í Alþingishúsinu. Annað dæmi um slíka myndatöku er mynd sem Páll Magnússon, þáverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar, birti af sér með enska tónlistarmanninum Damon Albarn. Albarn lýsti yfir áhuga fyrir nokkrum árum að fá íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi veitti honum ríkisborgararétt eftir heimsókn hans á þingið og fund með Páli, en það er allsherjar- og menntamálanefnd sem fer fyrir veitingu ríkisborgararéttar á þingi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Strandveiðar Tengdar fréttir Ekkert sem bendir til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar og menntamála hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. 5. júní 2025 12:30 Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5. júní 2025 12:18 Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. 5. júní 2025 08:32 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ekkert sem bendir til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir ekkert komið fram svo hægt sé að slá því föstu að formaður allsherjar og menntamála hafi brotið gegn lögum eða reglum með pólitískum afskiptum sínum af störfum Útlendingastofnunar. Málefnaleg rök geti legið fyrir því að Oscar Bocanegra hafi verið einn tekinn út fyrir sviga af þeim nítján sem voru á framkvæmdarlista um brottvísun. 5. júní 2025 12:30
Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Frumvarp um kílómetragjald hefur tekið fjölmörgum breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður nefndarinnar vonast til þess að meiri sátt muni ríkja um frumvarpið, en lagt er til að gildistökunni, sem átti að gerast 1. júlí næstkomandi, verði frestað. 5. júní 2025 12:18
Opinber skýring til Sigurjóns Þórðarsonar Sigurjón Þórðarson, útgerðarmaður, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins birti grein á Vísi í gær, Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin. Þar flutti hann þau tíðindi að orsök samþjöppunar í sjávarútvegi væri alls ekki auðlindagjaldtakan. Vart þarf að nefna að hann rökstyður þetta ekki frekar. 5. júní 2025 08:32
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels