Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2025 06:48 Ein af mörgum sprengingum næturinnar eftir árásir Rússa í Kænugarði. AP/Evgeniy Maloletka Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Þrír hinna látnu voru viðbragðsaðilar sem störfuðu við björgunaraðgerðir að því er haft er eftir Neyðarþjónustu Úkraínu. Árásir næturinnar voru gerðar degi eftir að Pútín Rússlandsforseti hét því í símtali við Trump Bandaríkjaforseta að Rússar myndu hefna fyrir umfangsmikla árás Úkraínumanna gegn hernaðarinnviðum í Rússlandi á sunnudaginn. Ólíkt árás Úkraínumanna, sem beindist gegn herflugvélum rússneska flugherflotans og hefur fengið viðurnefnið köngulóavefur, var árás Rússa meðal annars beint gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum. Eldar hafa logað á nokkrum stöðum í Kænugarði eftir að rússneskir drónar hæfðu íbúðabyggingar, og orðið vart við sprengingar og brak sem hefur fallið úr lofti í nokkrum hverfum. Kyiv Independent greinir frá því að hátt í 2200 heimili í hluta borgarinnar hafi misst rafmagn, og Reuters greinir frá því að skemmdir hafi orðið á almenningssamgöngu-kerfi borgarinnar. Herforingjaráð Úkraínu segir Rússa hafa ráðist á þrettán borgir Úkraínu í nótt. Þeir hafi notast við 407 dróna, sex skotflaugar og 38 stýriflaugar. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður marga dróna og eldflaugar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira