Hinn 41 árs gamli Rodgers á að baki tuttugu tímabil í NFL deildinni, hann varði átján árum með Green Bay Packers og síðan síðustu tveimur árum með New York Jets. Tími hans í stóra eplinu varð þó að vonbrigðum, Rodgers eyddi öllu fyrsta tímabilinu meiddur, liðið missti svo af úrslitakeppninni á öðru tímabilinu og ákvað að semja ekki við hann aftur.
Rodgers söðlaði um og settist við samningaborðið með Minnesota Vikings upphaflega, en liðið ákvað að gefa hinum unga JJ McCarthy tækifæri frekar. Þá ræddi Rodgers einnig við New York Giants, sem sömdu síðan við Russell Wilson, áður en hann lenti hjá Pittsburgh Steelers sem höfðu verið á eftir honum síðustu mánuði.
We have agreed to terms with QB Aaron Rodgers on a one-year contract, pending the completion of a physical. @BordasLaw
— Pittsburgh Steelers (@steelers) June 6, 2025
📝: https://t.co/9WFkSoVnD7 pic.twitter.com/lF8OtgHgXi
Rodgers á eftir að fara á sínar fyrstu liðsæfingar en er væntanlegur í æfingabúðir í næstu viku. Hann hefur þó æft í vor með helstu stjörnu liðsins, DK Metcalf, eftir að Steelers sóttu hann frá Seattle Seahawks.
Hjá Steelers hittir hann þjálfarann Mike Tomlin, sem stýrði Steelers til taps í Ofurskálinni árið 2011 gegn Green Bay Packers, í einu Ofurskálinni sem Rodgers hefur unnið á sínum ferli.