Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 12:03 Graeme Souness var eitilharður á velli og spilandi þjálfari Rangers þegar 17 ára Arnar Grétarsson kom til skoska stórveldisins. Samsett/Getty/Timarit.is(DV) Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. „Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
„Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan.
Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17