„Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júní 2025 20:14 Kolbrún Völkudóttir Aðsend Móðir missti af sögulegri stund í lífi barns hennar er það útskrifaðist úr leikskóla þar sem engin túlkaþjónusta stóð henni til boða. Endurgjaldslaus túlkur stóð henni ekki til boða, líkt og venjulega, þar sem fjármagn Samskiptastöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) fyrir slíku er búið. Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira