Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Sigríður Svanborgardóttir skrifar 8. júní 2025 07:00 Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Sjá meira
Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun