Hætta með ökuskírteini í símaveski vegna Evrópureglna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 11:37 Birna Íris Jónsdóttir segir að enn verði hægt að nota greiðslukort í símaveskjum. Vísir/Samsett Undir lok sumars verður ekki hægt að vera með stafræn skírteini frá hinu opinbera í símaveskjum heldur þarf að ná í sérstakt forrit. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda sem séu að taka þessa stefnu í öryggismálum. Ný reglugerð frá Evrópusambandinu um stafræna auðkenningu taki bráðum gildi. Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is. Stafræn þróun Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is.
Stafræn þróun Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent