Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. júní 2025 19:32 Bandaríkjaforseti hefur kallað út þjóðvarðarliðið. AP Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn. Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Sjá meira