Chivu tekur við Inter Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 16:01 Cristian Chivu hefur starfað síðustu sex ár hjá ungmennaliðum Inter, með stuttu stoppi hjá Parma á síðasta tímabili. Mattia Ozbot - Inter/Inter via Getty Images Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari. Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira