Chivu tekur við Inter Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 16:01 Cristian Chivu hefur starfað síðustu sex ár hjá ungmennaliðum Inter, með stuttu stoppi hjá Parma á síðasta tímabili. Mattia Ozbot - Inter/Inter via Getty Images Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari. Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira