Er slysahætta í kringum sorpílátið heima hjá þér? Anna Jóna Kjartansdóttir og Pétur Gísli Jónsson skrifa 10. júní 2025 14:01 Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar