Er slysahætta í kringum sorpílátið heima hjá þér? Anna Jóna Kjartansdóttir og Pétur Gísli Jónsson skrifa 10. júní 2025 14:01 Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun