Davíð Friðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir háhyrninginn hafa losnað af sjálfsdáðum á háflóði á sjöunda tímanum en það hafi verið skammgóður vermir. Háhyrningurinn hafi tekið smá snúning í sjónum en sé kominn á svipaðar slóðir í flæðarmálinu á nýjan leik.
Næstu skref eru til skoðunar.