Deilan leysti upp úr samstarfi þeirra félaga en þegar Trump tók við völdum í janúar fékk hann Musk til að stýra nefnd sem fór fyrir niðurskurði í opinbera kerfinu. Hann lét af störfum í síðustu viku.

Fjallað er um málið á erlendum miðlum. Í frétt CNBC segir að Musk hafi á laugardag verið búinn að eyða einhverjum færslnanna sem hann setti inn fyrir um viku síðan, þar á meðal færslu þar sem hann sakaði Trump um að vera í skrám kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein um fólk sem átti í viðskiptum við hann. Hvíta húsið hefur þvertekið fyrir þessar ásakanir.
Deila þeirra Musk og Trump fór fram samtímis á tveimur samfélagsmiðlum í þeirra eigu, X og Truth Social. Þar lagði Trump til að samningar og styrkir til fyrirtækja Musk yrðu aflagðir.