Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 11:32 Heimir Hallgrímsson fær afhent afmæliskort frá stuðningsmönnum írska landsliðsins sem gert höfðu sér ferð til Lúxemborgar og voru í miklu stuði fyrir leik. Getty/Stephen McCarthy Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira