Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:43 Rut Jónsdóttir hefur spilað sinn síðasta landsleik, lílkt og Steinunn Björnsdóttir sem hér heldur í treyju hennar. Síðustu landsleikirnir þeirra voru gegn Ísrael í apríl þegar Ísland tryggði sig með stæl inn á næsta HM. vísir/Hulda Margrét Rut Jónsdóttir, ein besta handboltakona sem Ísland hefur átt, kveðst hafa spilað sinn síðasta landsleik. Hún bætist þar með í hóp reynslumikilla leikmanna sem kvatt hafa landsliðið nýlega. Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira