Hvalurinn kominn út á haf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 19:04 Háhyrningurinn í fjörunni í gærkvöldi. Vísir Háhyrningurinn sem strandaði í Grafarvogi í gærkvöldi er kominn út í haf og er frjáls ferða sinna. Hann var kominn út fyrir skerin við flæðarmálið um hálfsexleytið í dag, en björgunarmenn stugguðu við honum og fylgdu honum út fyrir grynningarsvæðið. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr
Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56