„Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 22:31 Halla hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar. Vísir/Vilhelm Þingmaður framsóknar segir óásættanlegt að ofbeldi, sem börn landsins verði fyrir, fái ekki sömu athygli á Alþingi og mál eins og veiðigjaldafrumvarpið. Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar setti nokkur þingmál í samhengi við borðspilið Matador, sem gengur út á að safna sem mestum auð í gegnum fasteignakaup og fjárfestingar, í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld. Niðurstöður rannsóknar þar sem Matador spil kom við sögu bendi til þess að völd geti aukið sjálfhverfu. „Og stóra áhyggjuefnið er að þegar þegar slíkur hroki nær yfirhöndinni að þá töpum við hæfninni til að hlusta á ólík sjónarmið og átök dýpka. Slík átök birtast okkur oft í þessum þingsal.“ Hún nefnir auðlindamálin sem dæmi og segir Ísland hafa skapað orkumarkað sem minni óþægilega á „eftirlitslausan fjármálamarkaðinn“ fyrir hrun. „Raforkuverð hefur aldrei hækkað jafn hratt. Skortur á framtíðarsýn hefur leitt af sér að tugir vindorkuverkefna í erlendri eigu eru í bígerð og valdið er hjá þeim sem vilja margar virkjanir hratt á meðan rödd náttúruverndar þagnar. Við eigum að framleiða meiri orku en við megum ekki líta á ráðstöfun takmarkaðra auðlinda, lands og víðerna, sömu augum og kaup á götum eða húsum í Matador leiknum.“ „Ofbeldi er vá“ Þá tók hún annað dæmi þar sem hún bar athygli sem veiðigjaldafrumvarpið fær á Alþingi saman við athygli sem mál tengd ofbeldi fá á Alþingi. Veiðigjöldin eru afar mikilvægt úrlausnarefni en það er óásættanlegt að ofbeldi, líkt og í skólum barnanna okkar í vetur fái ekki sömu athygli hér á þingi. Við þurfum kjark til að ræða orsakir, eins og ójöfnuð, árekstra við innflytjendur, og þverrandi andlega líðan. Hún kallar eftir því að brugðist verði við faraldur ofbeldis af sömu festu og Almannavarnir þegar eldgos steðjar að. „Þá koma allir saman, aðgerðir eru skýrar og mat á árangri er stöðugt þar til hættan er yfirstaðin. Ofbeldi er vá sem þarf sams konar aðgerðarfestu.“ Loks setti hún húsnæðismarkaðinn í samhengi við Matador spilið sem hún nefndi. „Við þurfum að passa að forgjöf og heppni ráði því ekki hvort þú eigir þak yfir höfuðið og vextir verða að lækka. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á ekki bara að vera á forsendum þeirra ríku. Áður var hagkvæmara húsnæði byggt svo að fleiri kæmust að. Húsnæðismál eru lífsspursmál og húsnæðismarkaður má ekki vera í leikur anda Matador spilsins.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira