Hefja söfnun fyrir geðheilbrigðisúrræði í minningu Bryndísar Klöru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:49 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Alma Möller heilbrigðisráðherra voru með tölu á viðburðinum. Stöð 2 Vitundarvakningu og söfnun fyrir Bryndísarhlíð, nýja þjónustumiðstöð og geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir ofbeldi, var ýtt úr vör í Iðnó í gær. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við tilefnið en hún er jafnframt verndari Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti áform og stefnu heilbrigðisráðuneytisins í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Tónlistarkonan GDRN flutti einnig lagið Riddarar kærleikans við tilefnið en höfundar lagsins sem voru grunnskólanemendur frá Hofsósi voru einnig viðstaddir. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið á sviplegu fráfalli Bryndísar Klöru eftir hnífaárás á menningarnótt í Reykjavík á síðasta ári en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa. Kærleiksherferðinni var eins og fyrr segir ýtt úr vör í gær. Fyrirhugað er að þjónusta Bryndísarhlíðar verði þverfagleg og sinnt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málefnum barna. „Við foreldrar Bryndísar Klöru vonum að Bryndísarhlíð verði öruggur staður fyrir börn og ungmenni sem þurfa stuðning vegna ofbeldis. Minning Bryndísar Klöru lifir í þeirri von að ekkert barn og engin fjölskylda þurfi að upplifa slíkan harmleik,“ segja Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru heitinnar. Til stuðnings átakinu munu tvö ungmenni, kærleiksriddarar og fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum, Kári Einarsson og Embla Bachman halda í hringferð um landið með boðskap um kærleika, samkennd, tengsl og mikilvægi þess að tala saman. Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum Ísland. Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti áform og stefnu heilbrigðisráðuneytisins í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Tónlistarkonan GDRN flutti einnig lagið Riddarar kærleikans við tilefnið en höfundar lagsins sem voru grunnskólanemendur frá Hofsósi voru einnig viðstaddir. Riddarar kærleikans voru settir á laggirnar í kjölfarið á sviplegu fráfalli Bryndísar Klöru eftir hnífaárás á menningarnótt í Reykjavík á síðasta ári en um er ræða hreyfingu fólks sem hefur það að markmiði að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með samtali og aðgerðum, þvert á kynslóðir og hópa. Kærleiksherferðinni var eins og fyrr segir ýtt úr vör í gær. Fyrirhugað er að þjónusta Bryndísarhlíðar verði þverfagleg og sinnt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sérfræðiþekkingu á málefnum barna. „Við foreldrar Bryndísar Klöru vonum að Bryndísarhlíð verði öruggur staður fyrir börn og ungmenni sem þurfa stuðning vegna ofbeldis. Minning Bryndísar Klöru lifir í þeirri von að ekkert barn og engin fjölskylda þurfi að upplifa slíkan harmleik,“ segja Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru heitinnar. Til stuðnings átakinu munu tvö ungmenni, kærleiksriddarar og fyrrum skólafélagar Bryndísar Klöru úr Verslunarskólanum, Kári Einarsson og Embla Bachman halda í hringferð um landið með boðskap um kærleika, samkennd, tengsl og mikilvægi þess að tala saman. Markmiðið er að skapa stóran kærleikshring hringinn í kringum Ísland.
Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira