Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 06:27 Jón Óttar hefur kært héraðssaksóknara, Ólaf Þór, fyrir rangar sakargiftir. Refsing er allt að tíu ára fangelsi. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum. Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum.
Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00
Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12