Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 09:09 Erlingur Erlingsson ræddi umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í Bítinu í morgun. Vísir/Samsett Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur. Íran Ísrael Bítið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur.
Íran Ísrael Bítið Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira