Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 09:09 Erlingur Erlingsson ræddi umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í Bítinu í morgun. Vísir/Samsett Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur. Íran Ísrael Bítið Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur.
Íran Ísrael Bítið Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira