Versta sem gæti gerzt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 14:31 Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun