Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum Davíð Stefán Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:01 Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Góðverk Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun