Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2025 19:20 Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk stuttmyndarinnar. Aðsend Íslensk-sænska kvikmyndin O(Hringur) hlaut um helgina Danzante verðlaunin, sem eru aðalverðlaun 53. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni. Myndin er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs. Myndin er stuttmynd, aðeins tuttugu mínútur að lengd. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk myndarinnar, Rúnar Rúnarsson er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard. Í tilkynningu er sagt frá því að O (hringur) sé ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun sé hann sjálfur. Myndin hafi verið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hafi verið á ferðalagi um heiminn síðan. Danzante verðlaunin séu elleftu verðlaun myndarinnar, og hún sé einnig komin í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. Rúnar Rúnarsson er leikstjóri myndarinnar.Aðsend Umsögn dómnefndar Danzante verðlaunanna var eftirfarandi: „O (Hringur) er sneisafull af hráum tilfinningum sem og sjónrænum ljóðum, myndin sýnir á fallegan hátt meistaralega frásagnarhæfileika Rúnarssonar á aðeins 20 mínútum. Hún lýsir sálrænni nánd manns í vanda. Myndin býður upp á næma og fínlega upplifun þar sem hvert smáatriði hefur mikla vigt.” Heather Millard framleiðandi myndarinnar hafði eftirfarandi að segja: „Við erum auðvitað í skýjunum eftir að við fengum þessar frábæru fréttir. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Rúnar var auðvitað tilnefndur til Óskarsverðlaunna 2006 fyrir Síðasta Bæinn og kom það einmitt eftir að vinna DANZANTE verðlaunin 2005 fyrir þá mynd. Við frumsýndum bæði Ljósbrot og O (Hringur) á síðasta ári og hefur þetta verið ótrúlegt ár fyrir báðar myndir. Við erum svo stolt af öllu því frábæra fólki sem vann við þessar myndir og gerðu þær að veruleika.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. 3. maí 2025 17:49 Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9. febrúar 2025 07:36 „Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. 12. júlí 2024 11:41 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Í tilkynningu er sagt frá því að O (hringur) sé ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun sé hann sjálfur. Myndin hafi verið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hafi verið á ferðalagi um heiminn síðan. Danzante verðlaunin séu elleftu verðlaun myndarinnar, og hún sé einnig komin í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. Rúnar Rúnarsson er leikstjóri myndarinnar.Aðsend Umsögn dómnefndar Danzante verðlaunanna var eftirfarandi: „O (Hringur) er sneisafull af hráum tilfinningum sem og sjónrænum ljóðum, myndin sýnir á fallegan hátt meistaralega frásagnarhæfileika Rúnarssonar á aðeins 20 mínútum. Hún lýsir sálrænni nánd manns í vanda. Myndin býður upp á næma og fínlega upplifun þar sem hvert smáatriði hefur mikla vigt.” Heather Millard framleiðandi myndarinnar hafði eftirfarandi að segja: „Við erum auðvitað í skýjunum eftir að við fengum þessar frábæru fréttir. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Rúnar var auðvitað tilnefndur til Óskarsverðlaunna 2006 fyrir Síðasta Bæinn og kom það einmitt eftir að vinna DANZANTE verðlaunin 2005 fyrir þá mynd. Við frumsýndum bæði Ljósbrot og O (Hringur) á síðasta ári og hefur þetta verið ótrúlegt ár fyrir báðar myndir. Við erum svo stolt af öllu því frábæra fólki sem vann við þessar myndir og gerðu þær að veruleika.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. 3. maí 2025 17:49 Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9. febrúar 2025 07:36 „Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. 12. júlí 2024 11:41 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. 3. maí 2025 17:49
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. 9. febrúar 2025 07:36
„Maður er að rifna af monti“ Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum. 12. júlí 2024 11:41