Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Helgi Héðinsson skrifar 15. júní 2025 14:03 Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun