Segir stefna í menningarslys á Birkimel Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 19:23 Örn Þór Halldórsson, arkitekt og íbúi á Grenimel. vísir/ívar Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“ Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“
Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira