Færum úr öskunni í eldinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júní 2025 07:00 Mikill meirihluti þjóða heimsins er ekki í Evrópusambandinu. Væntanlega eru það fyrir vikið allt þjóðir sem láta kyrrt liggja, sitja hjá og leggja ekki sitt að mörkum að mati Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar, prófessors í alþjóðastjórnmálum og formanns Evrópuhreyfingarinnar, miðað við grein hans sem birtist á Vísir.is á dögunum en þar vildi hann meina að þetta ætti við um Ísland fyrst landið hefði ekki tekið upp á því að ganga í sambandið. Vitanlega er mjög langur vegur frá því að vera í Evrópusambandinu sé einhvers konar mælikvarði á frammistöðu ríkja á vettvangi heimsmálanna. Helztu rök Magnúsar Árna eru þau að vegna áhrifaleysis Íslands á það regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn þurfi að ganga í sambandið til þess að eiga „sæti við borðið“ þar sem ákvarðanir séu teknar. „Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki.“ Skemmst er þó frá því að segja að innan sambandsins færi vægi Íslands í ráðherraráðinu og þingi þess fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þá eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði þannig sex þingmenn af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Hálfur alþingismaður hefði vitaskuld mikil mótunaráhrif í þjóðþinginu! Staðan í ráðherraráðinu yrði enn verri. Þar er ekki lengur um ákveðið gólf að ræða eins og í tilfelli þings sambandsins heldur að fullu miðað við íbúafjölda. Þar yrði vægið allajafna einungis á við 5% af alþingismanni. Hvað framkvæmdastjórnina varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna og geta því seint talizt fulltrúar þeirra. Þeir eru enda einungis embættismenn Evrópusambandsins. Margfalt fjölmennari ríki orðið undir Við þetta má til dæmis bæta að forystumenn Frakklands og Þýzkalands hafa áratugum saman samræmt afstöðu sína áður en mál hafa verið tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er talin valdamesta stofnun þess. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum tíðina, ekki sízt frá fámennari ríkjum innan Evrópusambandsins, á þeim forsendum að með þessu væru ákvarðanir í raun teknar fyrirfram og lítið svigrúm skilið eftir fyrir aðkomu annarra ríkja sambandsins. Fyrir vikið hafi önnur ríki innan þess gjarnan upplifað sig einungis í hlutverki áhorfenda. Með öðrum orðum er deginum ljósara að með inngöngu í Evrópusambandið yrði farið úr öskunni í eldinn í þessum efnum. Ísland yrði þannig undir allt regluverk sambandsins sett, ekki einungis það sem fellur undir EES-samninginn sem er samt nógu mikið og íþyngjandi, og hefði lítil eða engin áhrif innan þess. Þar á meðal í sjávarútvegs- og orkumálum. Enginn skortur er enda á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki en Ísland, eins og til að mynda Danmörk og Írland, hafa orðið undir þegar teknar hafa verið ákvarðanir í ráðherraráðinu. Þar á meðal í málum sem varðað hafa ríka hagsmuni þeirra. Hins vegar er óneitanlega alltaf áhugavert þegar sömu aðilar og börðust ötullega fyrir samþykkt EES-samningsins á sínum tíma, eins og Magnús, benda á aðildina að samningnum, það regluverk sem taka þarf upp í gegnum hann og áhrifaleysi landsins í þeim efnum sem meint rök fyrir því að ganga þurfi enn lengra í þá átt með inngöngu í Evrópusambandið. Sú staða lá þó eins fyrir þegar þeir börðust fyrir aðildinni að EES-samningnum rétt eins og í dag. Það hefur ekki breytzt. Enda hafa umræddir aðilar í raun alltaf einungis litið á samninginn sem áfanga í átt að því markmiði að koma Íslandi í sambandið. Meiri samruni, miðstýring og regluverk Magnús segir í greininni að Evrópusambandið hafi tekizt á við kreppur, útgöngu Bretlands úr sambandinu, heimsfaraldur og stríð en standi enn. Í öllum þessum tilfellum hefur Evrópusambandið hins vegar brugðist seint og illa við. Svo illa að háttsettir forystumenn innan þess hafa ekki séð sér annað fært en að gagnrýna frammistöðu þess harðlega. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, Ursula von der Leyen, skýrði þetta ágætlega í febrúar 2021 spurð út í hæg viðbrögð þess við faraldrinum: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Svifaseint. Hins vegar er lausn forystumanna Evrópusambandsins ævinlega sú sama við því eins og við nánast öllu öðru: Meiri samruni, meiri miðstýring og meira regluverk. Meira framsal valds frá ríkjunum til stofnana sambandsins og frekari skref í áttina að lokamarkmiðinu með samrunaþróuninni allt frá upphafi að til verði evrópskt sambandsríki. Þó Evrópusambandið sé vissulega ekki endanlega orðið að sambandsríki, eins og Magnús nefnir réttilega, er ljóst að það er komið mjög langt á veg í þeim efnum og að sama skapi langt frá því að geta talizt alþjóðastofnun með einhverjum eðlilegum formerkjum. Við Magnús, minn gamli kennari, getum hins vegar verið sammála um það að fyrirkomulagið varðandi EES-samninginn sé ekki ásættanlegt. Deginum ljósara er hins vegar að lausnin í þeim efnum er ekki að fara lengra í sömu átt heldur þvert á móti skipta samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar á meðal Evrópusambandið. Samning sem tryggja myndi viðskiptahagsmuni Íslands án þess að fela í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þjóða heimsins er ekki í Evrópusambandinu. Væntanlega eru það fyrir vikið allt þjóðir sem láta kyrrt liggja, sitja hjá og leggja ekki sitt að mörkum að mati Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar, prófessors í alþjóðastjórnmálum og formanns Evrópuhreyfingarinnar, miðað við grein hans sem birtist á Vísir.is á dögunum en þar vildi hann meina að þetta ætti við um Ísland fyrst landið hefði ekki tekið upp á því að ganga í sambandið. Vitanlega er mjög langur vegur frá því að vera í Evrópusambandinu sé einhvers konar mælikvarði á frammistöðu ríkja á vettvangi heimsmálanna. Helztu rök Magnúsar Árna eru þau að vegna áhrifaleysis Íslands á það regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn þurfi að ganga í sambandið til þess að eiga „sæti við borðið“ þar sem ákvarðanir séu teknar. „Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki.“ Skemmst er þó frá því að segja að innan sambandsins færi vægi Íslands í ráðherraráðinu og þingi þess fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þá eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði þannig sex þingmenn af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Hálfur alþingismaður hefði vitaskuld mikil mótunaráhrif í þjóðþinginu! Staðan í ráðherraráðinu yrði enn verri. Þar er ekki lengur um ákveðið gólf að ræða eins og í tilfelli þings sambandsins heldur að fullu miðað við íbúafjölda. Þar yrði vægið allajafna einungis á við 5% af alþingismanni. Hvað framkvæmdastjórnina varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna og geta því seint talizt fulltrúar þeirra. Þeir eru enda einungis embættismenn Evrópusambandsins. Margfalt fjölmennari ríki orðið undir Við þetta má til dæmis bæta að forystumenn Frakklands og Þýzkalands hafa áratugum saman samræmt afstöðu sína áður en mál hafa verið tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er talin valdamesta stofnun þess. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum tíðina, ekki sízt frá fámennari ríkjum innan Evrópusambandsins, á þeim forsendum að með þessu væru ákvarðanir í raun teknar fyrirfram og lítið svigrúm skilið eftir fyrir aðkomu annarra ríkja sambandsins. Fyrir vikið hafi önnur ríki innan þess gjarnan upplifað sig einungis í hlutverki áhorfenda. Með öðrum orðum er deginum ljósara að með inngöngu í Evrópusambandið yrði farið úr öskunni í eldinn í þessum efnum. Ísland yrði þannig undir allt regluverk sambandsins sett, ekki einungis það sem fellur undir EES-samninginn sem er samt nógu mikið og íþyngjandi, og hefði lítil eða engin áhrif innan þess. Þar á meðal í sjávarútvegs- og orkumálum. Enginn skortur er enda á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki en Ísland, eins og til að mynda Danmörk og Írland, hafa orðið undir þegar teknar hafa verið ákvarðanir í ráðherraráðinu. Þar á meðal í málum sem varðað hafa ríka hagsmuni þeirra. Hins vegar er óneitanlega alltaf áhugavert þegar sömu aðilar og börðust ötullega fyrir samþykkt EES-samningsins á sínum tíma, eins og Magnús, benda á aðildina að samningnum, það regluverk sem taka þarf upp í gegnum hann og áhrifaleysi landsins í þeim efnum sem meint rök fyrir því að ganga þurfi enn lengra í þá átt með inngöngu í Evrópusambandið. Sú staða lá þó eins fyrir þegar þeir börðust fyrir aðildinni að EES-samningnum rétt eins og í dag. Það hefur ekki breytzt. Enda hafa umræddir aðilar í raun alltaf einungis litið á samninginn sem áfanga í átt að því markmiði að koma Íslandi í sambandið. Meiri samruni, miðstýring og regluverk Magnús segir í greininni að Evrópusambandið hafi tekizt á við kreppur, útgöngu Bretlands úr sambandinu, heimsfaraldur og stríð en standi enn. Í öllum þessum tilfellum hefur Evrópusambandið hins vegar brugðist seint og illa við. Svo illa að háttsettir forystumenn innan þess hafa ekki séð sér annað fært en að gagnrýna frammistöðu þess harðlega. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, Ursula von der Leyen, skýrði þetta ágætlega í febrúar 2021 spurð út í hæg viðbrögð þess við faraldrinum: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Svifaseint. Hins vegar er lausn forystumanna Evrópusambandsins ævinlega sú sama við því eins og við nánast öllu öðru: Meiri samruni, meiri miðstýring og meira regluverk. Meira framsal valds frá ríkjunum til stofnana sambandsins og frekari skref í áttina að lokamarkmiðinu með samrunaþróuninni allt frá upphafi að til verði evrópskt sambandsríki. Þó Evrópusambandið sé vissulega ekki endanlega orðið að sambandsríki, eins og Magnús nefnir réttilega, er ljóst að það er komið mjög langt á veg í þeim efnum og að sama skapi langt frá því að geta talizt alþjóðastofnun með einhverjum eðlilegum formerkjum. Við Magnús, minn gamli kennari, getum hins vegar verið sammála um það að fyrirkomulagið varðandi EES-samninginn sé ekki ásættanlegt. Deginum ljósara er hins vegar að lausnin í þeim efnum er ekki að fara lengra í sömu átt heldur þvert á móti skipta samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar á meðal Evrópusambandið. Samning sem tryggja myndi viðskiptahagsmuni Íslands án þess að fela í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun