Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 18. júní 2025 06:38 Loftvarnir Ísraela skjóta niður dróna yfir stórborginni Tel Aviv. AP Photo/Leo Correa Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Nú síðast birtist færsla á samfélagsmiðli forsetans þar sem hann kallar, í einni setningu með hástöfum og upphrópunarmerki, eftir skilyrðislausri uppgjöf. Þar á hann væntanlega við stjórnvöld í Íran. Skömmu áður hafði hann sagt að hann viti fullvel hvar æðstiklerkur Írans sé í felum og að það sé létt verk og löðurmannlegt að drepa hann. Það ætli Bandaríkjamenn þó ekki að gera, enn sem komið er í það minnsta. Bandaríkjamenn hafa einnig ákveðið að senda fleiri herflugvélar til Miðausturlanda vegna ástandsins. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður. Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Bandaríska sendiráðinu í Ísrael í Jerúsalem verður lokað frá og með miðvikudeginum að minnsta kosti fram að föstudegi. Bandarísk yfirvöld hafa sagt starfsfólki og fjölskyldum þeirr að leita skjóls. 18. júní 2025 00:10 Trump fundar með þjóðaröryggisráði Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. 17. júní 2025 19:52 Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. 17. júní 2025 17:07 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Nú síðast birtist færsla á samfélagsmiðli forsetans þar sem hann kallar, í einni setningu með hástöfum og upphrópunarmerki, eftir skilyrðislausri uppgjöf. Þar á hann væntanlega við stjórnvöld í Íran. Skömmu áður hafði hann sagt að hann viti fullvel hvar æðstiklerkur Írans sé í felum og að það sé létt verk og löðurmannlegt að drepa hann. Það ætli Bandaríkjamenn þó ekki að gera, enn sem komið er í það minnsta. Bandaríkjamenn hafa einnig ákveðið að senda fleiri herflugvélar til Miðausturlanda vegna ástandsins. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður.
Íran Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Bandaríska sendiráðinu í Ísrael í Jerúsalem verður lokað frá og með miðvikudeginum að minnsta kosti fram að föstudegi. Bandarísk yfirvöld hafa sagt starfsfólki og fjölskyldum þeirr að leita skjóls. 18. júní 2025 00:10 Trump fundar með þjóðaröryggisráði Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. 17. júní 2025 19:52 Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. 17. júní 2025 17:07 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Loka bandaríska sendiráðinu í Ísrael Bandaríska sendiráðinu í Ísrael í Jerúsalem verður lokað frá og með miðvikudeginum að minnsta kosti fram að föstudegi. Bandarísk yfirvöld hafa sagt starfsfólki og fjölskyldum þeirr að leita skjóls. 18. júní 2025 00:10
Trump fundar með þjóðaröryggisráði Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. 17. júní 2025 19:52
Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. 17. júní 2025 17:07