Harmar ákvörðun Guðmundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 12:09 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar er nýr formaður SFS. Guðmundur í Brimi kaus ekki að tjá sig við fréttastofu. ARnar/Einar Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar. Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar.
Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira