Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2025 16:15 GBU-57 sprengjan er 13,6 tonn að þyngd en B-2 Spirit sprengjuþoturnar eru þeir einu sem hafa verið notaðar til að varpa þeim. AP/Flugher Bandaríkjanna Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019. Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019.
Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38
Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57