Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 19. júní 2025 12:30 Þegar líður að lokum Alþingi á hverju ári, að hausti og vori, fer fyrir því eins og aðalpersónunni í Umskiptunum eftir Franz Kafka. Það verða s.s. alger umskipti á Alþingi og starfsemi þess. Að minnsta kosti þeim hluta sem við sjáum í útsendingum þess og í fréttatímum fjölmiðla. Að sumu leyti umbreytist Alþingi á þessum tíma yfir í einskonar sandkassa, þar sem gusurnar ganga á víxl. Alþingi er vinnustaður og þar vinna (eða eiga að minnsta kosti að gera það) 63 þjóðkjörnir fulltrúar við það að semja lög, betrumbæta lög og fleira slíkt. Laun þiggja þeir frá skattborgurum þessa lands, þeir eru því opinberir starfsmenn. Allskonar ,,dagskrárliðir“ eru hjá Alþingi og kallast þeir ýmsum nöfnum. Það eru til dæmis óundibúnar fyrirspurnir, utandagskrárumræða, umræður um fundarstjórn forseta og svo umræður um störf þingsins, eða það sem Þráinn Bertelsson, fyrrum þingmaður, skírði á sínum tíma ,,hálftíma hálfvitanna.“ Nafngiftin er vissulega skondin og alls ekki má skilja orð mín þannig að ég álíti alþingismenn vera hálfvita, en engu að síður getur umræðan stundum orðið vitrænni en raun ber vitni, sérstaklega þegar dregur að lokum þings. Í þessum dagskrárliðum er sem sagt argað og þrasað, vælt og skælt, menn skammast hver út í annan, krefjast afsökunarbeiðna, gera sig uppvísa að dónaskap, fá hlátursköst (oftast vegna kveldúlfs, þegar umræður eru komnar til dæmis yfir miðnætti) og fleira slíkt. Menn koma í röðum upp í púlt og taka undir hver hjá öðrum, ,,þakka háttvirum ræðumanni,“ og endurtaka þar með tuggur sem þegar hafa verð tuggðar. Aftur og aftur og aftur. Morfís-keppni? Þetta lítur sem sagt út frekar eins Morfís-keppni á framhaldsskólastiginu, frekar en skynsamleg umræða í æðstu stofnun landsins. Þarf þetta virkilega að vera svona? Þurfa allir þessir liðir að vera til staðar? Sérstaklega í ljósi þess að margir þingmenn nota þessa dagskrárliði til þess að koma sér á framfæri og fá kannski mínútu eða tvær í kvöldfréttum ljósvakamiðlanna. Þetta er því líka að hluta til hégómi og keppni um athygli. Svo eru sum mál, þar sem umræðan fer algerlega fram úr hófi. En ekki misskilja, það þarf vissulega að ræða mál og ræða þau vel. En þarf að ræða þau svona leeeeengi? Nýjasta dæmið er svokölluð ,,Bókun 35“ og fyrirsögn þessa greinarstúfs er afbökun á. Um hvað snýst það mál í raun og veru? Jú, um að fullnýta þau réttindi sem almenningur og fyrirtæki hafa fengið með EES-samningnum, samningi sem enginn flokkur á Alþingi vill segja Ísland frá. Og hvers vegna er verið að ræða málið núna? Jú, einfaldlega vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu við að innleiða þessa bókun, 30 árum eftir að samningurinn tók gildi! Eða eins og segir á sérstakri upplýsingasíðu, sem ég mæli með að allir kynni sér: ,,Bókun 35 hefur alltaf verið hluti af EES-samningnum, en upp úr aldamótum fór að reyna á innleiðingu bókunarinnar hér á landi fyrir dómstólum. Þá fóru að koma upp tilvik þar sem ákvæði laga sem innihéldu EES-reglur stönguðust á við önnur lagaákvæði.“ Þetta var sem sagt látið reka á reiðanum, þar til raunveruleikinn knúði dyra og ,,lagaárekstrar“ urðu. En lykilatriði í þessu er og það vita allir sem starfa á Alþingi að EES-gerðir verða ekki að lögum fyrr en Alþingi hefur samþykkt þær. Annað lykilatriði, sem kemur meðal annars fram í mjög góðri grein sem dr. Davíð Þór Björgvinsson birti fyrr á þessu ári, er að engin lög sem Alþingi setur, standa að eilífu og að bókun 35 er ætlað að draga úr réttaróvissu, og gerir það að mati Davíðs. Mæli ég með lestri á grein Davíðs. Bókun 35 er því til þess að tryggja öllum sem búa í ESB og EES sömu og gagnkvæmar leikreglur og réttindi. Er það galið? Um þessa bókun er nú búið að blaðra í tugi klukkustunda, síðasta talan sem ég heyrði var 35 klukkustundir (!) og þegar þessi grein er skrifuð, er ekki búið að loka umræðunni um þessa blessuðu bókun 35. Vinnuvika fyrir vinnandi einstakling á Íslandi er 36 klst (samningar BHM) og því búið að blaðra um málið í heila vinnuviku. Það er bara eins og eitthvað málæði eða kappræðukeppni séu í gangi og þar eru sumir flokkar mun meira áberandi en aðrir. Rifist um atriði sem algerlega liggja fyrir og rifrildið ekki til neins annars en að tefja málið, tefja þingstörf og gera Alþingi að aðhlátursefni almennings. Nokkuð sem þingmenn sjálfir tala um. Mörgum þeirra blöskrar hvernig málum er háttað hjá löggjafanum, og tala um það úr ræðustóli þingsins. Sjá til dæmis á 15. mínútu í þessari klippu. Kominn tími á breytingar? Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Væri kannski ráð að hleypa Viðskiptaráði (sem ég vil reyndar kalla ,,Frjálshyggjuráðið“) í málið og skoða skilvirknina í umræðunni, störf Alþingis og fleira? Kannski myndi ráðið finna ,,svarta sauði“ á þingi? Það þætti starfsmönnum þess öruggleg ekki leiðinlegt. En ok, þetta með ,,Frjálshyggjuráðið“, afsakið, Viðskiptaráð, er auðvitað smá grín, en oft fylgir gríni einhver alvara. Þessi tími sem um ræðir hér í störfum þingsins, þegar líður að þinglokum, er í raun bara pínu hallærislegur, það verður að segjast eins og er. Og þá veltir maður því fyrir sér hvort kominn sem tími til að breyta vinnutilhögun þingsins? Þetta er nokkuð sem meðal annars fræðimenn hafa árum saman bent á og í lokaritgerð sem Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifaði árið 2012 (,,Breytingar á þingskaparlögum í 30 ár: Samræðustjórnmál eða átakastjórnmál?“), er fróðleg samantekt um þetta. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um að formið á þingunum í kringum okkur sé með þessum hætti eins og hér heima, með þessu endalausa argaþrasi, sérstaklega þegar dregur að þinglokum. Kannski er nærtækasta dæmið hinn, oftar en ekki, hávaðasami, fyrirspurnatími í breska þinginu, sem var sérstaklega slæmur á tímum Brexit-umræðunnar (þar sem allt var jú upp í loft). En viljum við vera þar og í þessum endalausu skotgröfum statt og stöðugt? Er hin pólitíska menning virkilega með þeim hætti hér á landi að hún sé nánast á leikskólastiginu? Þarf þetta að vera svona? Traust hækkað, en lágt þó Eftir hrunið 2008 fór traust gagnvart Alþingi alveg á botninn, lægst fór það í 10%. Á vefsíðu þingsins birtist fyrr á þessu ári frétt þess efnis að traust til þingsins væri að aukast samkvæmt mælingum og væri nú um 34%. Það er jákvætt, en þetta þýðir þó einungis að einn af hverjum þremur Íslendingum treystir Alþingi. Þessi tala ætti auðvitað það vera mun hærri. Hér er því enn verk að vinna. Ég er ansi hræddur um að ímynd þingsins batni ekki þegar almenningur sér ár eftir ár hluti eins og við höfum orðið vitni að undanfarið, þar sem Alþingi virkar nánast eins og, já, afsakið, skrípaleikur. Ásýnd þess batnar ekki við það. Sérstaklega þegar það sem fram fer þar hefur að því er virðist mjög lítið eða ekkert með lýðræði eða góða pólitíska umræðu að gera, heldur eru einungis barnalegir ,,tafleikir“ og á stundum sýndarmennska sem jaðrar við athyglissýki. Taka skal þó fram að það sem hér er rætt á alls ekki við um alla þingmenn. Mér sýnist að laun flestra þingmanna og ráðherra á mánuði (þegar allt er reiknað) séu í kringum tvær til tvær og hálf milljónir króna, en hægt er að sjá laun þingmanna hér. Og þá fer maður að spyrja sig; hvað fær ég fyrir peninginn? Er það þetta? Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Bókun 35 Alþingi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þegar líður að lokum Alþingi á hverju ári, að hausti og vori, fer fyrir því eins og aðalpersónunni í Umskiptunum eftir Franz Kafka. Það verða s.s. alger umskipti á Alþingi og starfsemi þess. Að minnsta kosti þeim hluta sem við sjáum í útsendingum þess og í fréttatímum fjölmiðla. Að sumu leyti umbreytist Alþingi á þessum tíma yfir í einskonar sandkassa, þar sem gusurnar ganga á víxl. Alþingi er vinnustaður og þar vinna (eða eiga að minnsta kosti að gera það) 63 þjóðkjörnir fulltrúar við það að semja lög, betrumbæta lög og fleira slíkt. Laun þiggja þeir frá skattborgurum þessa lands, þeir eru því opinberir starfsmenn. Allskonar ,,dagskrárliðir“ eru hjá Alþingi og kallast þeir ýmsum nöfnum. Það eru til dæmis óundibúnar fyrirspurnir, utandagskrárumræða, umræður um fundarstjórn forseta og svo umræður um störf þingsins, eða það sem Þráinn Bertelsson, fyrrum þingmaður, skírði á sínum tíma ,,hálftíma hálfvitanna.“ Nafngiftin er vissulega skondin og alls ekki má skilja orð mín þannig að ég álíti alþingismenn vera hálfvita, en engu að síður getur umræðan stundum orðið vitrænni en raun ber vitni, sérstaklega þegar dregur að lokum þings. Í þessum dagskrárliðum er sem sagt argað og þrasað, vælt og skælt, menn skammast hver út í annan, krefjast afsökunarbeiðna, gera sig uppvísa að dónaskap, fá hlátursköst (oftast vegna kveldúlfs, þegar umræður eru komnar til dæmis yfir miðnætti) og fleira slíkt. Menn koma í röðum upp í púlt og taka undir hver hjá öðrum, ,,þakka háttvirum ræðumanni,“ og endurtaka þar með tuggur sem þegar hafa verð tuggðar. Aftur og aftur og aftur. Morfís-keppni? Þetta lítur sem sagt út frekar eins Morfís-keppni á framhaldsskólastiginu, frekar en skynsamleg umræða í æðstu stofnun landsins. Þarf þetta virkilega að vera svona? Þurfa allir þessir liðir að vera til staðar? Sérstaklega í ljósi þess að margir þingmenn nota þessa dagskrárliði til þess að koma sér á framfæri og fá kannski mínútu eða tvær í kvöldfréttum ljósvakamiðlanna. Þetta er því líka að hluta til hégómi og keppni um athygli. Svo eru sum mál, þar sem umræðan fer algerlega fram úr hófi. En ekki misskilja, það þarf vissulega að ræða mál og ræða þau vel. En þarf að ræða þau svona leeeeengi? Nýjasta dæmið er svokölluð ,,Bókun 35“ og fyrirsögn þessa greinarstúfs er afbökun á. Um hvað snýst það mál í raun og veru? Jú, um að fullnýta þau réttindi sem almenningur og fyrirtæki hafa fengið með EES-samningnum, samningi sem enginn flokkur á Alþingi vill segja Ísland frá. Og hvers vegna er verið að ræða málið núna? Jú, einfaldlega vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu við að innleiða þessa bókun, 30 árum eftir að samningurinn tók gildi! Eða eins og segir á sérstakri upplýsingasíðu, sem ég mæli með að allir kynni sér: ,,Bókun 35 hefur alltaf verið hluti af EES-samningnum, en upp úr aldamótum fór að reyna á innleiðingu bókunarinnar hér á landi fyrir dómstólum. Þá fóru að koma upp tilvik þar sem ákvæði laga sem innihéldu EES-reglur stönguðust á við önnur lagaákvæði.“ Þetta var sem sagt látið reka á reiðanum, þar til raunveruleikinn knúði dyra og ,,lagaárekstrar“ urðu. En lykilatriði í þessu er og það vita allir sem starfa á Alþingi að EES-gerðir verða ekki að lögum fyrr en Alþingi hefur samþykkt þær. Annað lykilatriði, sem kemur meðal annars fram í mjög góðri grein sem dr. Davíð Þór Björgvinsson birti fyrr á þessu ári, er að engin lög sem Alþingi setur, standa að eilífu og að bókun 35 er ætlað að draga úr réttaróvissu, og gerir það að mati Davíðs. Mæli ég með lestri á grein Davíðs. Bókun 35 er því til þess að tryggja öllum sem búa í ESB og EES sömu og gagnkvæmar leikreglur og réttindi. Er það galið? Um þessa bókun er nú búið að blaðra í tugi klukkustunda, síðasta talan sem ég heyrði var 35 klukkustundir (!) og þegar þessi grein er skrifuð, er ekki búið að loka umræðunni um þessa blessuðu bókun 35. Vinnuvika fyrir vinnandi einstakling á Íslandi er 36 klst (samningar BHM) og því búið að blaðra um málið í heila vinnuviku. Það er bara eins og eitthvað málæði eða kappræðukeppni séu í gangi og þar eru sumir flokkar mun meira áberandi en aðrir. Rifist um atriði sem algerlega liggja fyrir og rifrildið ekki til neins annars en að tefja málið, tefja þingstörf og gera Alþingi að aðhlátursefni almennings. Nokkuð sem þingmenn sjálfir tala um. Mörgum þeirra blöskrar hvernig málum er háttað hjá löggjafanum, og tala um það úr ræðustóli þingsins. Sjá til dæmis á 15. mínútu í þessari klippu. Kominn tími á breytingar? Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Væri kannski ráð að hleypa Viðskiptaráði (sem ég vil reyndar kalla ,,Frjálshyggjuráðið“) í málið og skoða skilvirknina í umræðunni, störf Alþingis og fleira? Kannski myndi ráðið finna ,,svarta sauði“ á þingi? Það þætti starfsmönnum þess öruggleg ekki leiðinlegt. En ok, þetta með ,,Frjálshyggjuráðið“, afsakið, Viðskiptaráð, er auðvitað smá grín, en oft fylgir gríni einhver alvara. Þessi tími sem um ræðir hér í störfum þingsins, þegar líður að þinglokum, er í raun bara pínu hallærislegur, það verður að segjast eins og er. Og þá veltir maður því fyrir sér hvort kominn sem tími til að breyta vinnutilhögun þingsins? Þetta er nokkuð sem meðal annars fræðimenn hafa árum saman bent á og í lokaritgerð sem Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifaði árið 2012 (,,Breytingar á þingskaparlögum í 30 ár: Samræðustjórnmál eða átakastjórnmál?“), er fróðleg samantekt um þetta. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um að formið á þingunum í kringum okkur sé með þessum hætti eins og hér heima, með þessu endalausa argaþrasi, sérstaklega þegar dregur að þinglokum. Kannski er nærtækasta dæmið hinn, oftar en ekki, hávaðasami, fyrirspurnatími í breska þinginu, sem var sérstaklega slæmur á tímum Brexit-umræðunnar (þar sem allt var jú upp í loft). En viljum við vera þar og í þessum endalausu skotgröfum statt og stöðugt? Er hin pólitíska menning virkilega með þeim hætti hér á landi að hún sé nánast á leikskólastiginu? Þarf þetta að vera svona? Traust hækkað, en lágt þó Eftir hrunið 2008 fór traust gagnvart Alþingi alveg á botninn, lægst fór það í 10%. Á vefsíðu þingsins birtist fyrr á þessu ári frétt þess efnis að traust til þingsins væri að aukast samkvæmt mælingum og væri nú um 34%. Það er jákvætt, en þetta þýðir þó einungis að einn af hverjum þremur Íslendingum treystir Alþingi. Þessi tala ætti auðvitað það vera mun hærri. Hér er því enn verk að vinna. Ég er ansi hræddur um að ímynd þingsins batni ekki þegar almenningur sér ár eftir ár hluti eins og við höfum orðið vitni að undanfarið, þar sem Alþingi virkar nánast eins og, já, afsakið, skrípaleikur. Ásýnd þess batnar ekki við það. Sérstaklega þegar það sem fram fer þar hefur að því er virðist mjög lítið eða ekkert með lýðræði eða góða pólitíska umræðu að gera, heldur eru einungis barnalegir ,,tafleikir“ og á stundum sýndarmennska sem jaðrar við athyglissýki. Taka skal þó fram að það sem hér er rætt á alls ekki við um alla þingmenn. Mér sýnist að laun flestra þingmanna og ráðherra á mánuði (þegar allt er reiknað) séu í kringum tvær til tvær og hálf milljónir króna, en hægt er að sjá laun þingmanna hér. Og þá fer maður að spyrja sig; hvað fær ég fyrir peninginn? Er það þetta? Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun